Ráðstefnur

Jarðfræðafélagið stendur fyrir tveimur árlegum ráðstefnum sem eru opnar fyrir meðlimi jafnt sem áhugasama utanfélagsmenn. Þannig gefur félagið vísindamönnum og nemum tækifæri til að kynna nýjustu rannsóknir sínar og kynnast rannsóknum annarra.

Vorfundir Jarðfræðafélagsins eru opnar þverfaglegar ráðstefnur, þar sem öll svið jarðvísinda eiga upp á pallborðið. Hvorutveggja fyrirlestrar og veggspjöld eru í boði. Vorráðstefnur Jarðfræðafélagsins eru haldnar 2. föstudaginn í mars ár hvert.

Haustfundir eru meira fókuseraðir á sérstök viðfangsefni, sem oft eru áberandi í rannsóknum og ákveður stjórnin viðfangsefnið hverju sinni. Fyrirlesurum er boðið sérstaklega til að fjalla um sérstök viðfangsefni og kynna nýjustu niðurstöður og eru veggspjöld um samskonar viðfangsefni frá öðrum einnig vel þegin. Haustráðstefnur Jarðfræðafélagsins eru haldnar 3. föstudaginn í nóvember ár hvert.

Tillögur um ákveðin viðfangsefni eru vel þegnar og má koma þeim á framfæri við stjórnina.

Næsta ráðstefna er: Haustráðstefna JFÍ 2024 og er linkur á skráningu hér 

Ágripahefti liðinna ráðstefna

2020

Vorráðstefnu 2020 aflýst vegna COVID

Haustráðstefna 2020 Ágripahefti

1986

1984

1983

1981

1979

1978

1976

1975

1974

1973