Skráning í félagið / Membership Applcation

Um jarðfræðafélagið

Félagið var stofnað 16. mars 1966. Hlutverk félagsins er m.a. að efla íslenskar jarðfræðarannsóknir og styrkja tengsl milli jarðvísindafólks innan lands sem og við jarðvísindafólk erlendis. Þessu hlutverki gegnir félagið m.a. með því að:
    i) Efna til umræðufunda, er haldnir skulu a.m.k. tvisvar á ári.
    ii) Efna til fræðsluferða fyrir félagsmenn innan lands og utan
    iii) Stuðla að kynningu íslenskra vísindamanna í hinum ýmsu greinum jarðfræða.
    iv) Stuðla að skipulagningu og samræmingu jarðfræðarannsókna á Íslandi.
    v) Vera aðili að alþjóðasamtökum og alþjóðasamvinnu á sviðum þessara fræða.


Um tilgang og/eða kosti aðildar

Jarðfræðafélagið er fagfélag jarðvísindafólks á Íslandi.  Félagar geta orðið allt vísindafólk á sviði jarðfræði, jarðefnafræði og jarðeðlisfræði, svo og vísindafólk í skyldum fræðigreinum, sem vinna að rannsóknum á ofangreindum sviðum. Hægt er að sækja um aðild á heimsíðu félagsins www.jfi.is. Nýir félagar eru samþykktir á árlegum aðalfundi félagsins. Með aðild að félaginu styðja félagar við hlutverk félagsins. Stofnanir sem starfa á sviði jarðvísinda geta einnig fengið aðild að félaginu. Tilgangurinn með slíkri aðild er að efla samstarf á öllum sviðum jarðvísinda sem og tengsl milli félagsmanna og stofnana.

Félagið er með Facebook síðu. Einnig má hafa sambandi við stjórn hjá stjorn@jfi.is