Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands

1) Árleg vorráðstefna félagsins verður haldin þriðjudaginn 28. apríl 2009 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðalfundur JFÍ verður haldinn í hádegishléi og verða aðalfundargögn send félagsmönnum fyrir fundinn. 2) Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, frá kl 09:00 til 17:00. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og þátttöku. Aðeins verður tekið við ágripum frá þeim […]

Á hinum enda flekans: kynni mín af sigbeltum

Miðvikudaginn 7. janúar klukkan 13:00 mun Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og prófessor við háskólann í Rhode Island flytja erindi í Víðgelmi, Orkugarði, Grensásvegi 9, undir heitinu: Á hinum enda flekans: Kynni mín af sigbeltum Haraldur hefur starfað í um fjörutíu ár við rannsóknir á „subduction zones“ eða sigbeltum víðs vegar um heim og kynnir þau störf […]

Haustfundur Jarðfræðafélags Íslands

Fimmtudaginn 27. nóvember 2008 Árleg hausráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember 2008 í Orkugarði við Grensásveg. Þema fundarins verður Jarðskjálftar. Um er að ræða hálfsdagsfund, frá kl 13:00 til 17.00 ásamt veitingum í lok fundar. Skráning sendist á Andra Stefánsson as@hi.is. Þátttökugjald er 4000 kr. Fyrir félagsmenn, 5000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 1000 […]

Nýr Jökull komin út

Nýjasti árgangur Jökuls er kominn út. Hann er sá 58. í röðinni og kallast The dynamic geology of Iceland. Þeir sem hafa áhuga á að næla sér í eintak ættu að hafa samband við Björn Oddson (bjornod@hi.is).

In memoriam

Elsa G. Vilmundardóttir, jarðfræðingur, lést miðvikudaginn 23. apríl síðastliðinn 75 ára að aldri. Elsa var einn af frumkvöðlum íslenskra jarðfræðinga og hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka prófi í jarðfræði, en það gerði hún árið 1963 frá Háskólanum í Stokkhólmi. Elsa vann ötullega við jarðfræðikortlagningu, frá upphafi og fram á dánardægur, og eftir […]