Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Miðvikudaginn 7. janúar klukkan 13:00 mun

Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og prófessor við háskólann í Rhode Island
flytja erindi í Víðgelmi, Orkugarði, Grensásvegi 9, undir heitinu:

Á hinum enda flekans: Kynni mín af sigbeltum

Haraldur hefur starfað í um fjörutíu ár við rannsóknir á „subduction zones“ eða sigbeltum víðs vegar um heim og kynnir þau störf hér.