Author Archives: jfiadmin

Haustráðstefna JFÍ 2019

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 15. nóvember 2019 kl. 9-17, í Víðgelmi, sal ÍSOR að Grensásvegi 9, Reykjavík.

Þema ráðstefnunnar í ár verður Náttúrvá í ljósi loftslagsbreytinga.

Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á náttúruna og líf okkar á jörðinni. Á ráðstefnunni verður fjallað um ýmis áhrif sem loftslagsbreytingar geta haft, eins og á eldvirkni, skriðuföll, sjávarstöðubreytingar, landris vegna hörfunar jökla, og súrnun hafsins.

Ráðstefnugjöld verða 11.000 kr.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér: https://forms.gle/qqUpBTADwt5y9omi7

Málþing um Jakob H. Líndal

Málþing um Jakob H. Líndal

Víðihlíð  14. apríl 2012

Markmið með málþingi þessu er að kynna líf og starf bóndans og fræðimannsins Jakobs H. Líndal með erindum sérfræðinga á sviði bú-, náttúru- og jarðvísinda.

 

Lítil sýning af munum Jakobs verður í Víðihlíð, þar sem sjá má vinnuaðstöðu hans, dagbækur, kort, steinasafn ofl.

Dagskrá:

Staður og tími: Félagsheimilið Víðihlíð laugardaginn 14. apríl 2012 frá kl. 12.00-17.00.

9.00          Rúta leggur af stað frá N1 Ártúnshöfða-þarf að panta í hana

12.00        Léttur málsverður

13.00        Málþing sett

13.10       Ávarp: Lára Magnúsardóttir forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi

13.30        Magnús Tumi Guðmundsson. Prófessor við jarðvísindasvið Háskóla Íslands-Jarðeðlisfræðingur-Æviágrip Jakobs H. Líndal. Grein sem birtist í jarðfræðiriti Breska jarðfræðifélagsins eftir Jakob.

14.00        Sigríður Friðriksdóttir jarðfræðingur frá Hrísum í Fitjárdal. Jarðfræði Víðidals

14.15        Ólafur Óskarsson. Áhrif Jakobs á íslenskan landbúnað.

14.30        Kaffi og umræður

15.00        Sveinn Jakobsson. Doktor hjá Náttúrustofnun Íslands og bergfræðingur

Berglög sem Jakob rannsakaði víða um land

15.30        Skúli  Skúlason rektor Háskólans á Hólum. Nám og starf Jakobs í Hólaskóla

Nemandinn og kennarinn Jakob H. Líndal

16.00        Tumi Tómasson í boði Veiðfélags Víðidalsár, Doktor hjá Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðingur

Jakob H. Líndal var lengi formaður Veiðifélags Víðidals ár og einn af stofnendum

16.30       Þorsteinn Sæmundsson. Doktor í jarðfræði og forstöðumaður hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra

Jakob H. Líndal kennismiður um myndun Vatndalshóla og annarra berghlaupa. Steingervingar í Bakkabrúnum

17.15        Ferð um Víðidalinn

Jarðfræði Víðidals, Borgarvirki, Steingervingar í Bakkabrúnum í Víðidal.

19.00        Hátíðarkvöldverður á Gauksmýri

22.00        Rúta til Reykjavíkur

 

Matseðill á hátíðarkvöldverði

Appelsínumareneraður lax á salatbeði með appelsínusósu

Lamb a´la Gauksmýri

Heimalagaður ís með heitri súkkulaði sósu og rommlegnum rúsínum.

 

Einnig er hægt að panta gistingu á Gauksmýri í síma 451-2927

 

Herbergi fyrir tvo 10.000 kr

Einstaklingsherbergi 7.000 kr

Með góðri kveðju,

F.h. áhugamanna um líf og störf Jakobs H Líndal

_________________________________

Fh. Áhugahópsins Sigríður Hjaltadóttir

Sólbakka

531 Hvammstangi

Vinsamlegast lofaðu okkur að vita hvort þú hefur tök á að vera með okkur,

fyrir 10. apríl n.k, í síma 692-8440 eða 845-2838 og ef þú vilt koma með rútu þarf að panta fyrir 6. apríl og greiða 2000 kr staðfestingagjald.

Doktorsnemi við Jarðvísindastofnun Háskólans

Jarðvísindastofnun Háskólans auglýsir eftir doktorsnema í verkefnið Binding kolefnis í bergi (carbfix.com).  Aðalleiðbeinandi er Sigurður Reynir Gíslason.

Verkefnið Carbfix
Í tilraunaverkefninu á Hellisheiði ætlar hópur vísindamanna og verkfræðinga að fanga koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breyta því í stein. Koltvíoxíðið verður leyst  í vatni undir töluverðum þrýstingi og kolsýrða vatninu dælt í jarðlög á rúmlega 500 m dýpi í Þrengslum sunnan við Hellisheiðarvirkjun.  Kolsýruvatnið er hvarfgjarnt, þ.e. það leysir efni eins og t.d. kalsíum, magnesíum og járn tiltölulega hratt úr berginu.  Með sýringunni er leysingu bergsins hraðað.  Þegar styrkur þessara efna er orðinn nægjanlegur í vatninu ganga þau í efnasamband við koltvíoxíðið og falla út sem föst efni, steindir. Þar með er koltvíoxíðið bundið og getur verið stöðugt þar í milljónir ára. 

Hæfniskröfur
Doktorsneminn þarf að hafa lokið meistaraprófi í jarðfræði eða efnafræði.

Markmið
Doktorsneminn mun taka þátt í að þróa sýnatöku- og efnagreiningaraðferðir  til þess að sýna fram á bindingu koltvíoxíðs í bergi á Hellisheiði. Hann mun einnig taka þátt í norrænu samstarfsverkefni (sintef.no/Projectweb/NORDICCS/Objectives/)  þar sem meta á hversu mikið kolefni er hægt að binda í bergi norrænu landanna. 
Doktorsverkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og norrænum sjóðum.
Laun eru samkv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Upplýsingar og umsóknarfrestur

Upplýsingar um starfið veitir Magnús Birgisson skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar í síma 525 4492 og netfangi magnusb@hi.is .
Umsóknarfrestur er til 30. apríl og ráðið verður í starfið frá 1. júní 2012.

Umsóknir, sem greina frá menntun og fyrri störfum, birtum greinum og rannsóknaráhuga auk meðmæla skulu sendar til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið starfsumsoknir@hi.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Vorráðstefna JFÍ 2012

Vorráðstefna JFÍ 30. mars 2012

Hér með er auglýst eftir ágripum erinda og veggspjalda. Skilafrestur ágripa er fimmtudagurinn 15. mars. Taka skal fram hvort óskað er eftir erindi eða veggspjaldi. Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Ágrip skulu vera á íslensku séu höfundar íslenskir, en útlendingum er heimilt að skila ágripi á ensku. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi til Þorsteins Sæmundssonar (steini@nnv.is). Aðeins er tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og eru skil ágrips ígildi skráningar. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í JFÍ.

Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín. Veggspjöld verða fest á veggi og er miðað við að þau verði komin upp í Öskju kl. 08:45 og verði tekin niður kl. 19:00.

Þátttökugjald er 9.000 kr. fyrir félagsmenn, 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en framhaldsnemar, sem hvattir eru til þátttöku, greiða einungis 3.000 kr. fyrir mat og kaffi. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endur-gjalds, en þeir greiði fyrir annað sem tengist ráðstefnunni. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi og eru þátttakendur beðnir um að taka fram við skráningu hvort þeir verði í mat.

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 21. október 2011

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 21.október 2011, í sal Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu tileinkuð jarðhita og orkumálum og verður Kristján Sæmundsson jarðfræðingur á ÍSOR heiðursgestur ráðstefnunnar.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00 þar sem fjöldi vísindamanna munu halda fyrirlestra sem á einn eða annan hátt tengjast jarðhita og orkumálum.

Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 5000 kr. fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn.

Skráning sendist til Guðrúnar Evu Jóhannsdóttur (gudruneva@mannvit.is) fyrir þriðjudaginn 18. október. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu.

Dagskrá ráðstefnunnar verður send út á næstu dögum.

30th Nordic Geological Winter Meeting

Kæru félagar

Vetrarmót norrænna jarðfræðinga mun fara fram hér á Íslandi frá 9. til 12. janúar næstkomandi.

Mótið verður haldið í Hörpu og er það þrítugasta í röð vetrarmóta og stefnum við því að hafa það sem veglegast og taka vel á móti kollegum okkar frá hinum norðurlöndunum.

Á miðvikudeginum er stefnt að því að fara í eins dags ferð og skoða jarðfræðilega áhugaverða staði í nágrenni Reykjavíkur, en það er ekki mætingarskylda í ferðirnar.

Opnað verður fyrir skráningu 1. júlí og er lokafrestur til að skila inn ágripum 17. október 2011. ATH ný lokafrestur

Allar nauðsynlegar upplýsingar um mótið er að finna hér á heimasíðu Jarðfræðafélagsins www.jfi.is/ngw_2012

30th Nordic Geological Winter Meeting

New deadline for submission of abstracts   

Dear Colleagues

It is a great pleasure to welcome you to the 30th Nordic Geological Winter Meeting in Reykjavík in 2012.

The meeting will take place in the new HARPA (www.harpa.is) concert hall and conference centre at the harbor in downtown Reykjavík from the 9th to 12th of January. The meeting includes optional one-day excursions to geological sites in south and southwest Iceland.

Due to many requests a new deadline for submission of abstracts has been set on the 17th of October 2011, but we appreciate your abstract sooner if there is any possibility. The Scientific Program Committee (SPC) will meet in mid November to make the final approval of abstracts as well as schedule the conference sessions and overall program. Authors should expect final approval of abstracts shortly thereafter.

We encourage participants to make use of the early registration fee offer and to make travel arrangements (transport and accommodation) as soon as possible. This will result in reduced costs. Several hotels will be available in downtown Reykjavik.

All relevant general information about the conference will be continuously posted here on the Conference website. If you have any questions or comments please do not hesitate to contact the Organizing Committee by e-mailing Þorsteinn (steini@nnv.is)

Þorsteinn Sæmundsson
Chairman of the Geoscience Society of Iceland and the 2010 NGWM SPC

Ívar Örn Benediktsson

Secretary General, Geoscience Society of Iceland and vice chairman of the 2010 NGWM SPC

The 30th Nordic Winter Meeting in Iceland 2012 – Nordic Geoscientist Award

The Nordic Geoscientist Award will be presented every second year in connection with the Nordic Winter Meeting. The Award will be presented to a Nordic geoscientist who has, in the course of his/her career, been strongly involved in the society around us, as well as in specific fields in the geosciences.

All members of the Nordic geological societies can propose candidates: proposals should be ca. 500 words. A jury, consisting of the leaders of each of the Nordic geological societies and the directors of each of the Nordic geological surveys, will consider the proposals and prepare a written statement on its decision on the Award.

The prize consists of a framed diploma and an engraved plate with a unique rock from the conference host country. In 2012 the engraved plate will be a columnar basalt from Iceland. The winner will be invited to hold a plenary lecture at the Winter Meeting in connection with presentation of the Award.

All proposals should be sent to the president of the Geological Society in your country by October 1st 2011.

Þorsteinn Sæmundsson         The Geoscience Society of Iceland 
Gunn Mangerud                         The Geological Society of Norway       
Vivi Vajda                                    The Geological Society of Sweden      
Lars Nielsen                               The Geological Society of Denmark     
Aarno Kotilainen                       The Geological Society of Finland

Vorráðstefna og aðalfundur Jarðfræðafélags Íslands 2011

1) Árleg vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin föstudaginn 15. apríl 2011 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðalfundur JFÍ verður haldinn í hádegishléi og verða aðalfundargögn send félagsmönnum fyrir fundinn.
2) Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, frá kl 09:00 til 17:00. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og tilkynningu um þátttöku. Aðeins verður tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og eru skil ágrips tekin sem skráning á ráðstefnuna.
3) Lokadagur til að skila inn ágripi er 28. mars klukkan 12:00. Tekið skal fram hvort höfundar óska eftir erindi eða veggspjaldi. Skráning og ágrip sendist á Þorstein Sæmundsson, steini@nnv.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu. Þess er eindregið óskað að ágrip og skráning berist sem fyrst til að minnka vinnuálag á skipuleggjendur ráðstefnunnar.
4) Þátttökugjald er 9.000 kr. fyrir félagsmenn, 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en stúdentar, sem hvattir eru til að mæta, greiða einungis 3.000 kr fyrir mat og kaffi. Áréttuð er samþykkt aðal¬fund¬ar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endur¬gjalds, en þeir greiði fyrir annað sem tengist ráðstefnunni. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi og eru þátttakendur beðnir um að taka fram við skráningu hvort þeir verði í mat.
5) Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín. Tíma-setningar erinda eru með þeim fyrirvara að dagskráin breytist ekki. Ágripum erinda og vegg-spjalda skal skila í Word eins og meðfylgjandi skrá segir til um. Ágripin verða í stærðinni A4 og er miðað við að þau verði ekki lengri en 2 síður með myndum. Fyrirsagnir verði með feitletruðu 14 punkta Times New Roman, síðan auð lína, þar á eftir komi nafn höfundar og stofnunar í 12 pt. Arial (Helvetica). Almennur texti verði í leturgerðinni Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili og við greinaskil verði lína inndregin. Textinn skal vera jafnaður beggja megin. Efri og neðri spássíur verði 2,5 cm hvor og vinstri og hægri spássíur 3,0 cm hvor. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Ágrip verði á íslensku séu höfundar íslenskir, en erlendir gestir geta skilað ágripum á ensku. Tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt verður að flytja erindi á ensku. Veggspjöld verða fest á einingar sem eru 1 m á breidd og 2,5 m á hæð og miðað er við að þau verði komin upp í Öskju, Náttúrufræðahúsi kl. 08:45 og verði tekin niður kl. 19:00.

Dagskrá haustráðstefnu JFÍ 2010

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni haldin til heiðurs Sigurði Steinþórssyni, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, á 70 afmælisári hans.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00 þar sem fjöldi vísindamanna munu halda fyrirlestra sem á einn eða annan hátt tengjast rannsóknarstarfi Sigurðar.

Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 5000 kr. fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn.

Skráning sendist til Guðrúnar Evu Jóhannsdóttur (gudruneva@mannvit.is) fyrir þriðjudaginn 23. nóvember. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu.

Ráðstefnan verður haldin í sal Arion Banka í Borgartúni 19. Gengið er inn aðalmóttökuna (hringhurð) og að móttökuborði sem þar er. Oftast er einhver þar sem getur vísað veginn, en ef ekki þá er gengið til hliðar við móttökuborðið að sófarými og þar er salurinn á vinstri hönd.

Dagskrá Haustráðstefnu JFÍ, 26. nóvember 2010

09:00 – 09:30 Skráning

Fundarstjóri Guðrún Eva Jóhannsdóttir
09:30 – 09:40 Setning Þorsteinn Sæmundsson
09:40 – 10:00 Sigurður Steinþórsson, ferill, fræði og fleira Páll Einarsson
10:00 – 10:20 Stafar endurkastsflötur á um 40 km dýpi undir Íslandi af fasabreytingum í möttli? Guðmundur Heiðar Guðfinnsson
10:20 – 10:40 Útfellingar sem myndast í kjölfar eldgosa á Íslandi Sveinn Jakobsson & Kristján Jónasson
10:40 – 11:10 Kaffi
11:10 – 11:30 Einkenni tvö þúsund metra jarðlagastafla neðan Vestmannaeyja Hjalti Franzson
11:30 – 11:50 Dínamísk kvikublöndun í Eyjafjalljökulsgosinu Olgeir Sigmarsson

11:50 – 13:00 Matur

Fundarstjóri Lúðvík Eckardt Gústafsson
13:00 – 13:20 Oxun bergkviku Níels Óskarsson
13:20 – 13:40 Segulsviðsfrávik við Stardal og orsakir þess: yfirlit um rannsóknir 1968-2010 Leo Kristjánsson
13:40 – 14:00 Einu sinni var ankaramít Kristján Geirsson
14:00 – 14:20 Upphaf gosbeltis Haukur Jóhannesson
14:20 – 14:40 Grænavatnsbruni og Laxárhraun yngra Ármann Höskuldsson
14:40 – 15:00 Gossaga lesin úr dulmáli gjósku Bergrún A. Óladóttir
15:00 – 15:30 Kaffi
15:30 – 15:50 Eldgos á Reykjanesskaga á 8.-9. öld Magnús Á. Sigurgeirsson & Kristján Sæmundsson
15:50 – 16:10 Súrefnisþrýstingur í háhitapressum Sigurður Jakobsson
16:10 – 16:30 Megineldstöðvar – kvikuhólf í skorpu eða möttulfyrirbrigði? Karl Grönvold
16:30 – 16:50 Jarðskorpuhreyfingar og innviði Eyjafjallajökuls Sigrún Hreinsdóttir
16:50 – 17:00 Samantekt Sigmundur Einarsson
17:00 – Móttaka til heiðurs Sigurði