Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 21.október 2011, í sal Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu tileinkuð jarðhita og orkumálum og verður Kristján Sæmundsson jarðfræðingur á ÍSOR heiðursgestur ráðstefnunnar.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00 þar sem fjöldi vísindamanna munu halda fyrirlestra sem á einn eða annan hátt tengjast jarðhita og orkumálum.

Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 5000 kr. fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn.

Skráning sendist til Guðrúnar Evu Jóhannsdóttur (gudruneva@mannvit.is) fyrir þriðjudaginn 18. október. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu.

Dagskrá ráðstefnunnar verður send út á næstu dögum.