Author Archives: jfiadmin

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 26. nóvember 2010

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 26. nóvember 2010, í sal Arion Banka í Borgartúni

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni haldin til heiðurs Sigurði Steinþórssyni, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, á 70 afmælisári hans.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00 þar sem fjöldi vísindamanna munu halda fyrirlestra sem á einn eða annan hátt tengjast rannsóknarstarfi Sigurðar.

Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 5000 kr. fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn.

Skráning sendist til Guðrúnar Evu Jóhannsdóttur (gudruneva@mannvit.is) fyrir þriðjudaginn 23. nóvember. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu.

Haustferð JFÍ

Haustferð félagsins verður farin laugardaginn 2. október og verður þema dagsins eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess. Lagt verður af stað frá BSÍ klukkan 8:00 og fyrirhuguð heimkoma er klukkan 18:00.
Sérfræðingar bæði úr Háskóla Íslands og af Veðurstofunni sem unnið hafa að ýmsum rannsóknum tengdum gosinu munu greina frá rannsóknum sínum. Gert er ráð fyrir að skoða Þorvaldseyri, Gígjökul, Markarfljót, Steinholtsjökul og jafnvel fleiri staði.
Eins og ávalt er rútuferðin í boði JFÍ en þátttakendur sjá sér fyrir nesti. Munið að klæða ykkur eftir veðri, en stefnt er að því að ganga svolítið við Steinholtsjökul (1-2 tímar).
Félagsmenn eru hvattir til að taka börn og maka með. Þátttaka tilkynnist á steini@nnv.is síðasta lagi miðvikudaginn 29. september.

Afhjúpun minnisvarða um Dr. Helga Pjeturss

Í desember árið 2005 voru liðin 100 ár frá því að Helgi varð doktor í jarðfræði, fyrstur Íslendinga, og var honum af því tilefni reistur minnisvarði í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Helgi gerði sínar fyrstu meginuppgötvanir að Hellisholtum í Hrunamannahreppi og hefur nú verið komið þar fyrir upplýsingaskildi til minningar um það afrek. Jafnframt hefur honum verið reistur minnisvarði að Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en Helgi hafði jafnan aðsetur hjá frændfólki sínu þar þegar hann vann að rannsóknum á þessum slóðum.

Minnisvarðarnir verða afhjúpaðir sunnudaginn 22. ágúst n.k. Fyrst í Hlíð kl. 14.00 og í framhaldi að Hellisholtum. Að lokum verður boðið til kaffiveitinga á Flúðum.

Það er von okkar sem að verki þessu stöndum að sem flestir komi og fagni áfanganum með okkur.

Ráðstefna við Háskóla Íslands 22.-24. apríl 2010 í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar Johnsens

Vinsamlegast athugið! Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er ráðstefnunni Leyndardómar Grænlandsjökuls – Vitnisburður ískjarna, setlaga og jökla um lofstlagsbreytingar og eldgosasögu, sem halda átti dagana 22.-24. apríl,  frestað fram í ágústlok.

Leyndardómar Grænlandsjökuls.

Vitnisburður ískjarna, setlaga og  jökla um loftslagsbreytingar og eldgosasögu.

Sigfús Johnsen eðlis- og jöklafræðingur við Hafnarháskóla er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga um þessar mundir. Hann hefur starfað að borunum og rannsóknum á ískjörnum úr Grænlandsjökli um 40 ára skeið og hafa þær skilað einstökum niðurstöðum um loftslagssögu Norðurhvels Jarðar sl. 125,000 ár. Sigfús verður sjötugur 27. apríl 2010 og af því tilefni verður haldin ráðstefna um loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð dagana 22.-24. apríl. Ráðstefnan er skipulögð í sameiningu af Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Veðurstofu Íslands og Dansk-íslenska félaginu.

Ráðstefnan verður tvískipt. Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, verður efnt til dagskrár á íslensku sem ætluð verður jafnt almenningi og fræðimönnum en dagana 23.-24. apríl verður alþjóðleg ráðstefna með þátttöku 50 erlendra vísindamanna. Sérstök áhersla verður á ískjarnarannsóknir og framlög Sigfúsar Johnsens til þeirra, en einnig verður fjallað um vitnisburð sjávarsets við Ísland og vatnasets á landi um veðurfarssögu. Ennfremur verða fluttir fyrirlestrar um eldgosasögu landsins, um sögu núverandi jökla á Íslandi, framtíðarspár um veðurfar og líklegar breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf á 21. öld.

Opin dagskrá 22. apríl kl. 13:30-17:00, Stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans

13:30-13:40        Setning

13:40-14:10        Sigfús Johnsen:  Ískjarnaboranir á Grænlandi og veðurfarssaga sl. 150,000 ára

14:10-14:40        Þorsteinn Þorsteinsson:  Punktar frá Grænlandsborunum

14:40-15:10        Jón Eiríksson:  Sjávarsetlög, hafstraumar og loftslag við Ísland á umliðnum öldum

Kaffihlé

15:30-16:00        Áslaug Geirsdóttir:  Vitnisburður vatnasets um veðurfar á Íslandi eftir ísöld

16:00-16:30        Karl Grönvold og Annette Mortensen:  Eldgosasaga Íslands rakin í ískjörnum úr Grænlandsjökli

16:30-17:00        Guðfinna Aðalgeirsdóttir:  Framtíð Grænlandsjökuls í hlýnandi loftslagi.

Alþjóðleg ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands 23.-24. apríl.

Ráðstefnan hefst kl. 9 að morgni 23.4. og stendur allan þann dag og fram til hádegis 24.4.

Helstu umfjöllunarefni:

1.  Sögulegt yfirlit um starf Sigfúsar Johnsens við ískjarnaboranir og rannsóknir.

2.  Staða þekkingar á veðurfarssveiflum sl. 150,000 ára.

3.  Sveiflur í styrk gróðurhúslofttegunda sl. 800,000 ár mældar á ískjörnum.

4.  Afkoma Grænlandsjökuls um þessar mundir.

5.  Saga eldgosa og jökla á Íslandi frá ísaldarlokum.

6.  Hlýnandi loftslag á N-Atlantshafssvæðinu og áhrif þess á jökla og hafstrauma.

Dagskrá alþjóðlegu ráðstefnunnar er kynnt nánar í meðfylgjandi Excel skjali.

Sjá nánari upplýsingar í viðburðadagatali á Háskólavefnum: www.hi.is

Dagskrá vorráðstefnu

Dagskrá vorráðstefnu JFÍ þann 26. mars næstkomandi

08:15 – 08:45 Skráning

Erindi

Fundarstjóri: Kristín Vogfjörð

08:45 – 08:55 Setning: Þorsteinn Sæmundsson

08:55 – 09:10 Jarðskjálftavirkni og landbreytingar samfara kvikuhreyfingunum undir Eyjafjallajökli  2009-2010 – Sigurlaug Hjaltadóttir, Sigrún Hreinsdóttir, Matthew J. Roberts, Gunnar B. Guðmundsson, Amandine  Auriac , Freysteinn Sigmundsson, Steinunn Jakobsdóttir og jarðvárhópurinn á Veðurstofu Íslands

09:10 – 09:25 Sveimur jökulalda í mótun við Múlajökul: einstakur á heimsvísu? – Ívar Örn Benediktsson, Mark Johnson, Anders Schomacker, Alessa Janine Geiger og Amanda Ferguson

09:25 – 09:40 Grunnvatnsstaða við Hálslón – Victor Kr. Helgason

09:40 – 09:55 InSAR time series analysis at Hekla volcano, Iceland: Inflation periods and crustal deformation associated with the 2000 eruption – Benedikt G. Ófeigsson, Freysteinn Sigmundsson , Andy Hooper og Erik Sturkell

09:55 – 10:10 Hermt eftir viðbrögðum suðurskriðjökla Vatnajökuls við loftslagsbreytingum – Hrafnhildur Hannesdóttir, Helgi Björnsson, Sverrir Guðmundsson, Finnur Pálsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir

10:10 – 10:25 Flæði koltvíoxíðs frá bruna um Norðurhöf inn í djúpsjávarhringrás hafsins – Jón Ólafsson

10:25 – 10:45 Kaffi og veggsjaldasýning

Fundarstjóri: Sóley Unnur Einarsdóttir

10:45 – 11:00 A simplified model of Tertiary rift-jumps and a migrating transform zone in West Iceland – Maryam Khodayar

11:00 – 11:15 Orka sprengigosa og skipting hennar þætti: Grímsvatnagosið 2004 – Magnús T. Guðmundsson, Bernd Zimanowski, Ralf Buettner, Piero Dellino, Tanya Jude-Eton, Þorvaldur Þórðarson, Björn Oddsson, Þórdís Högnadóttir og Guðrún Larsen

11:15 – 11:30 Nýjar athuganir á segulstefnum hraunlaga á Reykjanesi sem tilheyra Skálamælifells-fráviki jarðsegulsviðsins – Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson

11:30 – 11:45 Reykir Reykjavíkur – Árni Hjartarson

11:45 – 12:00 Samspil gosbelta og heits reits undir Íslandi með hliðsjón af jarðlagagerð, rekstefnu og ójöfnum rekhraða meginfleka – Jóhann Helgason

12:00 – 12:45 Aðalfundur Jarðfræðafélags Íslands

12:45 – 13:30 Matur og veggsjaldasýning

Fundarstjóri: Eydís Salóme Eiríksdóttir

13:30 – 13:45 Magma flow direction in the Streitishvarf composite dike inferred from field geology and anisotropy of magnetic susceptibility – Eriksson, P. I., Riishuus, M. S., Sigmundsson, F., Elming, S. Å

13:45 – 14:00 Hulunni svipt af Öræfajökli: Niðurstöður íssjármælinga – Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson og Helgi Björnsson

14:00 – 14:15 IDDP – Borun holu IDDP-1 í Kröflu 2009 og upphleyping í mars 2010 – Guðmundur Ó. Friðleifsson og Bjarni Pálsson

14:15 – 14:30 Eldfjallagarður og jarðminjar á Reykjanesskaga – Helgi Páll Jónsson

14:30 – 14:45 The Neogene redbed horizons in Iceland – a high-resolution paleoclimate monitor driven by weathering processes – Morten S. Riishuus og Dennis K. Bird

14:45 – 15:00 Yfirlit snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands veturinn 2008 – 2009 – Sveinn Brynjólfsson og Rúnar Óli Karlsson

15:00 – 15:30 Kaffi og veggsjaldasýning

Fundarstjóri: Ívar Örn Benediktsson

15:30 – 15:45 Jarðhitaleit í Ungverjalandi – Gísli Guðmundsson , Helga Tulinius, László Ádam, Ingunn María Þorbergsdóttir, Christian M. Lacasse, Jón Einar Jónsson, Heiða Björk Halldórsdóttir, Steinþór Traustason, Haraldur Hallsteinson, Benedikt Ó. Steingrímsson, Enikö Mérész

15:45 – 16:00 Íslensk náttúra og ábyrgð jarðfræðinga – Sigmundur Einarsson

16:00 – 16:15 Áhrif hlýnandi veðurfars á kolefnishringrás jarðvegs á Íslandi – Rannveig Anna Guicharnaud, Graeme Paton og Ólafur Arnalds

116:15 – 16:30 Water and ice: How to account for the effects of water on glacier flow? – Þröstur Þorsteinsson, Sven Sigurðsson, Sverrir Guðmundsson, Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Finnur Pálsson

16:30 – 16:45 What’s up below Eyjafjallajökull volcano? – relations between seismicity and deformation Rikke Pedersen, Freysteinn Sigmundsson og Pall Einarsson

16:45 – 17:00 Aurflóðin við Lindargötu á Sauðárkróki 15. apríl 2007 – Þorsteinn Sæmundsson & Halldór G. Pétursson

17:00 – 17:15 Nordsim mælingar á stöðugum samsætum í íslenskum gjóskulögum og nútímahraunum – Olgeir Sigmarsson

17:00 –   Móttaka í boði Jarðfræðafélagsins Íslands

Dagskráin á pdf formi

Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands

26. mars 2010

í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands

Árleg vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin föstudaginn 26. mars 2010 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðalfundur JFÍ verður haldinn í hádegishléi og verða aðalfundargögn send félagsmönnum fyrir fundinn.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, frá kl 09:00 til 17:00.

Áréttað er að þátttakendur verða að skrá sig á ráðstefnuna, því fyrirhugað er að gefa út ágripahefti og til að tryggja að nægilega mörg eintök verði prentuð þá þurfum við að vita fjölda þátttakenda. Lokafrestur skráningar, ef menn vilja tryggja sér ágripahefti, er þriðjudagurinn 23 . mars klukkan 12:00.

Nýja Ísland – Ný sýn á jarðfræði Íslands

Sælir félagar í JFÍ

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hjá ÍSOR heldur fræðsluerindi í Víðgelmi, Grensásvegi 9, 17. desember kl. 13.00 undir yfirskriftinni: Nýja Ísland – Ný sýn á jarðfræði Íslands

Fyrirlesturinn fjallar um sögu gosbeltaflutninga á Íslandi og þar eru settar fram hugmyndir um að gosbeltaflutningar hafi verið fimm eða sex á síðustu 16 milljónum ára en ekki tveir eins og talið hefur verið. Hvert gosbelti er virkt í tiltölulega skamman tíma, 2–4 milljónir ára, en færir sig svo um set. Samhverfur sem fylgja slíkum gosbeltum eru flestar grafnar undir yngri jarðmyndunum frá yngri gosbeltum og á því er aðeins ein undantekning en það er hið forna Snæfellsnesgosbelti. Farið er yfir jarðsögu Ísland í nýju ljósi og uppbyggingu landsins. Sprungukerfi eru flóknari en talið var, einkum á vesturflekanum, og augljóst að mörg þeirra eru enn virk. Flest þessara sprungukerfa eru leifar gamalla sniðgengiskerfa sem fylgdu fyrri gosbeltaflutningum. Yfirborðsjarðhitinn fylgir sprungu-kerfunum eins og skugginn sem gefur til kynna að kerfin séu enn virk. Þar liggur líklega skýringin á því að mikill jarðhiti er á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi en lítill á Austurlandi. Í þessari úttekt er fundin skýring á meiri háttar rofmislægjum og setlagabunkum sem lengi hafa valdið mönnum heilabrotum. Einnig bendir ýmislegt í efnafræði heits vatns til að kvika sé tiltölulega grunnt undir Vestfjörðum. Þegar litið er á sprungukerfin vaknar grunur um að huga þurfi að skjálftahættu á vestanverðu landinu í þessu nýja ljósi.

Allir velkomnir.

Félagsgjöld

Kæru félagar

Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum Jarðfræðafélags Íslands 2009. Seðlarnir ættu að berast ykkur fljótlega. Ef enginn seðill berst ykkur þá bið ég ykkur vinsamlegast um að hafa samband við mig í netfangið unnur@mannvit.is og það verður lagfært eins fljótt og hægt er.

Kveðja Sóley Unnur Einarsdóttir
gjaldkeri JFÍ

Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra

Orkugarði, Grensásvegi 9, föstudaginn 30. október

Ágætu félagar

Við viljum minna á ráðstefnuna “Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra”/”Earthquakes and pre-earthquake processes” sem haldin verður í Orkugarði, Grensásvegi 9, föstudaginn 30. október, en í ár eru liðin 100 ár frá því að fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Th. Rögnvaldssonar, jarðskjálftafræðings, sem lést í bílslysi fyrir 10 árum síðan. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og stendur til 17:55. Ráðstefnugjald er 5000 kr, sem greiðist með reiðufé við innganginn eða verður gjaldfært á viðkomandi stofnanir. Um kvöldið kl. 20 fara þeir sem vilja á Sjávarbarinn, þar sem boðið verður upp á sjávarréttahlaðborð. Dagskrá og ágrip má finna á slóðinni: http://en.vedur.is/earthquakes-and-volcanism/conferences/jsr-2009/ Ráðstefnutungumál verður enska. Á dagskránni eru 15 fyrirlestrar, auk opnunarerindis, og 17 veggspjöld. Núna á þessum seinustu og verstu krepputímum viljum við ekki prenta of mörg eintök af ráðstefnuheftinu. Því eru þeir sem ætla að mæta á ráðstefnuna, og vilja vera öryggir um að fá prentað eintak af ráðstefnuheftinu, vinsamlegast beðnir um að tilkynna sig á netfangið JSR-2009@vedur.is fyrir miðvikudagsmorgun, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Heftið verður einnig aðgengilegt á pdf-formi á vef ráðstefnunnar frá og með fimmtudeginum 29. október. Undirbúningsnefndin.

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands

Salur Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 23. október 2009

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni haldin til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00. Dagskrá erinda er hér fyrir neðan. Leitað var til vísindamanna sem á einn eða annan hátt hafa unnið með Sveini eða að svipuðum rannsóknarefnum og hann. Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 5000 kr fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn.
Skráning sendist til Sóleyjar Unnar Einarsdóttur (unnur@mannvit.is) fyrir þriðjudaginn 20. október. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu.

Dagskrá Haustráðstefnu JFÍ, 23. október 2009

09:00 – 09:30     Skráning

Fundarstjóri      Kristín Vorgfjörð

09:30 – 09:40      Setning   Þorsteinn Sæmundsson

09:40 – 09:50      Ávarp   Jón Gunnar Ottósson

09:50 – 10:10      Jarðfræðingurinn Sveinn P. Jakobsson   Sigurður Steinþórsson

10:10 – 10:30      Þættir úr jarðfræði Torfajökuls   Kristján Sæmundsson

10:30 – 11:00      Kaffi

11:00 – 11:20      Eðliseiginleikar móbergstúffs   Hjalti Franzson

11:20 – 11:40      Móbergsmyndanir    Magnús T. Guðmundsson

11:40 – 12:00      Rennsli Gosefna undir jökli    Snorri Páll Snorrason

12:00 – 12:20      Skriðuföll úr móbergsmyndunum   Halldór G. Pétursson

12:20 – 12:40      Einfalt líkan sem skýrir uppruna þriggja bergraða á Íslandi    Olgeir Sigmarsson

12:40 – 13:40      Matur

Fundarstjóri      Þorsteinn Sæmundsson

13:40 – 14:00      Gögn og getsakir um ætterni gjóskulaga    Guðrún Larsen

14:00 – 14:20      Hafsbotnsrannsóknir fyrir Suður- og Suðvesturlandi    Ármann Höskuldsson

14:20 – 14:40      Steingervingar og eldgos    Leifur A. Símonarson

14:40 – 15:00      Jarðhiti á Vestfjörðum – dreifing og uppruni    Haukur Jóhannesson

15:00 – 15:30      Kaffi

15:30 – 15:50      Manngerðir hellar og hellisgerðarberg    Árni Hjartarson

15:50 – 16:10      Flokkun háhitasvæða – jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita    Kristján Jónasson

16:10 – 16:30      Móberg og jöklabreytingar: Gögn frá jarðlagasniði á Tjörnesi    Jón Eiríksson

16:30 – 16:50      Nýjar steindir í Vestmannaeyjum og Heklu    Sigurður Sveinn Jónsson

16:50 – 17:00      Samantekt    Sigmundur Einarsson

17:00 – Móttaka til heiðurs Sveini
Dagskráin á pdf