Dagskrá vorráðstefnu
Dagskrá vorráðstefnu JFÍ þann 26. mars næstkomandi 08:15 – 08:45 Skráning Erindi Fundarstjóri: Kristín Vogfjörð 08:45 – 08:55 Setning: Þorsteinn Sæmundsson 08:55 – 09:10 Jarðskjálftavirkni og landbreytingar samfara kvikuhreyfingunum undir Eyjafjallajökli 2009-2010 – Sigurlaug Hjaltadóttir, Sigrún Hreinsdóttir, Matthew J. Roberts, Gunnar B. Guðmundsson, Amandine Auriac , Freysteinn Sigmundsson, Steinunn Jakobsdóttir og jarðvárhópurinn á Veðurstofu Íslands […]
Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands
26. mars 2010 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands Árleg vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin föstudaginn 26. mars 2010 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðalfundur JFÍ verður haldinn í hádegishléi og verða aðalfundargögn send félagsmönnum fyrir fundinn. Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, frá kl 09:00 til 17:00. Áréttað er að þátttakendur verða að skrá sig á ráðstefnuna, […]
Nýja Ísland – Ný sýn á jarðfræði Íslands
Sælir félagar í JFÍ Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hjá ÍSOR heldur fræðsluerindi í Víðgelmi, Grensásvegi 9, 17. desember kl. 13.00 undir yfirskriftinni: Nýja Ísland – Ný sýn á jarðfræði Íslands Fyrirlesturinn fjallar um sögu gosbeltaflutninga á Íslandi og þar eru settar fram hugmyndir um að gosbeltaflutningar hafi verið fimm eða sex á síðustu 16 milljónum ára […]
Félagsgjöld
Kæru félagar Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum Jarðfræðafélags Íslands 2009. Seðlarnir ættu að berast ykkur fljótlega. Ef enginn seðill berst ykkur þá bið ég ykkur vinsamlegast um að hafa samband við mig í netfangið unnur@mannvit.is og það verður lagfært eins fljótt og hægt er. Kveðja Sóley Unnur Einarsdóttir gjaldkeri JFÍ
Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra
Orkugarði, Grensásvegi 9, föstudaginn 30. október Ágætu félagar Við viljum minna á ráðstefnuna “Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra”/”Earthquakes and pre-earthquake processes” sem haldin verður í Orkugarði, Grensásvegi 9, föstudaginn 30. október, en í ár eru liðin 100 ár frá því að fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Th. Rögnvaldssonar, […]
Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands
Salur Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 23. október 2009 Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni haldin til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00. Dagskrá erinda er hér fyrir neðan. Leitað var til vísindamanna sem á […]
Haustferð Jarðfræðafélags Íslands
Haustferðin er fyrirhuguð þann 26. september, sem er laugardagur. Ferðin er tileinkuð aldarminningu Guðmundar Kjartansonar og er ætlunin að heimsækja slóðir Guðmundar. Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur mun sjá um að fræða okkur um verk hans. JFÍ mun borga rútuna en þátttakendur sjá sjálfir um nesti fyrir daginn. Gert er ráð fyrir að lagt verði af stað […]
Framlengdur skilafrestur á ráðstefnuna, Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra
Við viljum minna á ráðstefnuna “Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra”, sem haldin verður í Orkugarði, Grensásvegi 9 , föstudaginn 30. október. Skilafrestur ágripa hefur verið framlengdur til 14. september, sjá nánari upplýsingar á vef ráðstefnunnar: http://en.vedur.is/earthquakes-and-volcanism/conferences/jsr-2009 F.h. undirbúningsnefndar, Steinunn S. Jakobsdóttir
Haustráðstefna JFÍ
Í ár varð Sveinn P. Jakobsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sjötugur. Þótti þetta upplagt tilefni til að tileinka Sveini haustráðstefnu félagsins. Ráðstefnan verður haldin í sal OR að Bæjarhálsi þann 23. október. Fjöldi fyrirlesara mun halda erindi sem tengjast verkum Sveins, með einum eða öðrum hætti. Nánar verður greint frá ráðstefnunni í lok september en […]
Sameiginleg doktorsgráða í jarðfræði frá Háskóla Íslands og Université Blaise Pascal í Frakklandi
Þriðjudaginn 25. ágúst mun Dr. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur, kynna doktorsritgerð sína: „Holocene eruption history and magmatic evolution of the subglacial Vatnajökull volcanoes, Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll, Iceland“ (Gossaga og kvikuþróun á nútíma í eldstöðvum undir Vatnajökli – Grímsvötn, Bárðarbunga og Kverkfjöll). Dr. Bergrún stundaði doktorsnám samhliða við Université Blaise Pascal í Clermont-Ferrand, Frakklandi, og […]