Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Haustferðin er fyrirhuguð þann 26. september, sem er laugardagur. Ferðin er tileinkuð aldarminningu Guðmundar Kjartansonar og er ætlunin að heimsækja slóðir Guðmundar. Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur mun sjá um að fræða okkur um verk hans.

JFÍ mun borga rútuna en þátttakendur sjá sjálfir um nesti fyrir daginn. Gert er ráð fyrir að lagt verði af stað frá BSÍ um klukkan 9 og er áætluð heimkoma um klukkan 17. Eins og áður er félagsmönnum frjálst að taka með sér gesti.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í ferðinni er bent á að skrá sig (og gesti sína) hjá Theódóru Matthíasdóttur theodora.matthiasdottir@isor.is í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 23. september.