Kæru félagar,
Vorráðstefna Jarðfræðafélagsins verður haldin 10. mars næstkomandi í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Hér má nálgast ágripahefti ráðstefnunnar
Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar
Um er að ræða heilsdags ráðstefnu, föstudaginn 10. mars, frá kl 09:00 til 17:00, en skráning verður frá klukkan 8:30. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og tilkynningu um þátttöku. Eins og áður er Vorráðstefna Jarðfræðafélagsins opin fyrir alls kyns erindum, enda er hún ekki þematengd. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir félagsmenn, 18.000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Nemendur við HÍ eru hvattir til að mæta, þeir þurfa ekki að greiða þátttökugjald en nauðsynlegt er þó að þeir skrái sig og er þeim boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er hins vegar ekki innifalinn fyrir nemendur, hann býðst þó gegn vægu gjaldi, 1500 kr, og eru nemendur beðnir að taka það fram hvort þeir vilja vera í hádegismat þegar þeir skrá sig.
Áréttuð er samþykkt aðalfundar JFÍ sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endurgjalds, en þeir greiði fyrir hádegisverð, 1500 kr. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Nauðsynlegt er að skrá sig í matinn á heimasíðunni.
Skráning á ráðstefnuna er á heimasíðu félagsins Skráning á Vorráðstefnu 2023
Ágrip erinda/veggspjalda sendist á (steinis@hi.is)
Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín samtals.
Skilafrestur ágripa er mánudagurinn 6. mars. Dagskrá verður auglýst í síðasta lagi þriðjudaginn 7. mars og hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna fram til miðvikudagsins 8. mars.
Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að senda og flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi á (steinis@hi.is).
Dear all
The spring conference of the Geological Society of Iceland will be held on the 10th of March in Askja, the Natural Science building of the University of Iceland.
We aim for a whole day conference, Friday the 10th of March from 9:00 to 17:00. Registration opens at 8:30. We encourage you to send in abstracts for a talk or a poster. As usual the Spring conference is open to all kinds of talks and there is no special conference team.
The conference fee is 15.000 for members and 18.000 for nonmembers.
Students at the University are invited and encouraged to participate in the conference. They do not need to pay any conference fee, but if they would like to have lunch, they need to pay 1500 kr.
Registration for the conference can be found on https://jfi.is/2023/02/21/vorradstefna-jfi-10-mars-2023/
The deadline for abstract submission for oral presentations or posters is the 6th of March and should be send to steinis@hi.is.
The abstract should be max. two pages and in Word format. The title of the abstract should be bold 16 pt. Arial (Helvetica), authors names in Arial 14. pt., institutes in Arial 10 pt. and main text in Times New Roman, 12 pt. with single spacing.