Haustráðstefna JFÍ 2016 – Upplýsingar um skráningu og mælendaskrá

Kæru félagar,

nú styttist í Haustráðstefnu félagsins, eins og áður segir verður hún haldin föstudaginn 18. nóvember í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

Heiðursgestir ráðstefnunar eru þau, Birgir Jónsson, Ingvar Birgir Friðleifsson og Ragna Karlsdóttir.

Mælendaskrá má sjá hér að neðan, skráning á ráðstefnuna sendist á Lúðvík, ludvik.e.gustafsson@samband.is, fyrir þann 15. nóvember 2016.

Eftirfarandi þarf að koma fram:

 1. Nafn
 2. Greiðandi og verknúmer ef við á
 3. Verður þú í hádegismat? Já/nei (Ljúffeng sjávarréttarsúpa, nýbakað brauð og salatbar)
 4. Verður þú í móttökunni að lokinni ráðstefnu? Já/nei (Léttar veitingar og snittur)

 

Mælendaskrá:

 • Andri Stefánsson, HÍ – Sources and Reactions of volatiles in Icelandic Thermal Fluid
 • Anette K. Mortensen, OR – Heildarsýn Hengilsins (endurskoðun hugmyndalíkans af Hengilsvæðinu)
 • Árni Hjartarson, ÍSOR – Lághitarannsóknir á Skeiðum
 • Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, HÍ – Mér finnst rigningin góð. Kolefnissamsætur í yfirborðsvatni
 • Bastien Poux, ÍSOR – Three-Dimensional Geological Modeling of Hellisheiði Geothermal Field using Leapfrog Geo
 • Bergur Sigfússon, OR – Gas í grjót á Hellisheiði (stiklað á stóru hvað varðar gashreinsun og niðurdælingu á Hellisheiði)
 • Birgir Jónsson, HÍ – Jarðgöng á Íslandi, með áherslu á Norðfjarðargöng
 • Gísli Guðmundsson, Mannvit – Heiti erindis væntanlegt
 • Guðmundur Ómar Friðleifsson, HS Orka – Yfirlit um borun IDDP-2 djúpborunarholu á Reykjanesi 2016
 • Haraldur Hallsteinsson, Mannvit – Búrfellsvirkjun II jarðtækni og jarðfræðiaðstæður
 • Heimir Ingimarsson, ÍSOR – Jarðhitaleit og heitavatnsöflun í Hoffelli í Hornafirði. Staða jarðhitaleitar fyrir hitaveitu á Höfn og nágrenni
 • Ingvar Birgir Friðleifsson – Jarðfræði Esju og orkumál
 • Ragna Karlsdóttir, ÍSOR – Lága viðnámið
 • Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, HÍ – CarbFix verkefnið: Binding kolefnis í basalti
 • Sigurður Reynir Gíslason, HÍ – Staða kolefnishringrásarinnar á Jörðinni. Hvað er til ráða?
 • Sæmundur Ari Halldórsson, HÍ – Volatile Systematics of the Iceland Hotspot – Mantle Volatile Heterogeneity and Transport of Volatiles from Mantle to Surface
 • Tobias Weisenberger, ÍSOR – Hydrothermal alteration of the Fohberg phonolite, Kaisestuhl Volcanic Complex, Germany
 • Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit – Jarðfræðingar og mannvirkjarannsóknir
 • Þórólfur Hafstað, ÍSOR – Boranir við Dælislaug í Fljótum

Nánari dagskrá verður send út bráðlega.

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 2016

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 18. nóvember næstkomandi í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

Heiðursgestir að þessu sinni verða þau, Birgir Jónsson, Ingvar B. Friðleifsson og Ragna Karlsdóttir og verður þema ráðstefnunnar jarðhiti og jarðverkfræði.
Nánari upplýsingar og dagskrá verða auglýst á næstunni.

Haustferð Jarðfræðafélags Íslands 2016

Verður farin laugardaginn 8. október næstkomandi, Sigurður Garðar Kristinsson og Sæmundur Ari Halldórsson verða leiðsögumenn að þessu sinni.

Farið verðu frá Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands kl 8:30 og snúið aftur í bæinn um kl. 17:00.

Skráning sendist á Sigurlaugu, sillamaj@gmail.com, og rennur skráningarfrestur út að kvöldi 5. októbers.

JFÍ býður félagsmönnum í rútuna, en þeir sem hyggjast koma með taki með sér nesti og klæðist samkvæmt veðri.

Stutt ágrip frá leiðsögumönnum:

Húsafellseldstöðina er að finna innst í Hvítársíðu. Talið er að hún hafi myndast innan núverandi vestra rekbeltinu og að virkni hafi hafist á Keana skammsegulskeiðinu á Gauss fyrir u.þ.b. 2.9 M ára. Bergið innan eldstöðvarinnar tilheyris þóleiísku röðinni og spannar allt frá ólivín þóleiíti yfir í rhýólít. Virknin lauk snemma á Matuyama eða fyrir tæpum 2.4 M ára: þannig hefur eldstöðin verið virk í um 500 þús ár. Hraunlagastaflanum hallar 5-8° inn að miðju eldstöðvarinnar og verður sífellt eldri sem vestar dregur. Jökulrof er þó nokkuð og eru fyrstu ummerki jökla að finna í eldri jarðlögum undir eldstöðinni frá Mammoth skammsegulskeiðinu eða um 3.1 M ára. Jökulberg þetta er kennt við Giljafoss í efrihluta Reykholtsdals. Alls má finna ummerki sex jökulskeiða frá Giljafossi upp í efstu lög í Ásgili fyrir ofan þriðja súra fasann. Virkni Húsafellseldstöðvarinnar markast af þremur aðskildum súrum fösum þar sem gos þróaðra bertegunda  eru ráðandi.

Aðalfundur Jarðfræðafélags Íslands 2016

Eins og auglýst var í pósti til félagsmanna þá verður aðalfundur Jarðfræðafélags Íslands haldinn mánudaginn 9. maí í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í fundarsal á 3. hæð í vesturenda hússins kl. 19:45.

Dagskrá:

19:45 – 20:00  Kaffi og konfekt
20:00 – 20:30  Páll Einarsson flytur erindi um jarðfræði Tortola og Seychelles eyja
20:30 – 21:30  Aðalfundur JFÍ

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið, starfsárið 2015-2016
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 2015
3. Kosning stjórnar Jarðfræðafélags Íslands
4. Kosið um þrjá endurskoðendur reikninga (aðal- og varamenn)
5. Önnur mál

Að fundi loknum – Spjall og léttar veitingar

Dagskrá Vorráðstefnu 2016

08:30 – 09:00           Skráning

09:00 – 09:05           Setning

Sigurlaug María Hreinsdóttir

09:05 – 09:20           Ambient noise tomography of Eyjafjallajökull

Ásdís Benediktsdóttir

09:20 – 09:35           Gabbro heatsource and a geothermal system

Hjalti Franzson

09:35 – 09:50           Goshverir á Reykjanesi fyrr og nú

Auður Agla Óladóttir

09:50 – 10:05           Cation exchange capacity (CEC) analysis in well KJ-18 in Krafla and HE-42 and HE-46 on Hellisheiði, and the relation to electrical resistivity logs and alteration mineralogy

Heimir Ingimarsson

10:05 – 10:20           FUTUREVOLC: Overview of results and products

Freysteinn Sigmundsson

10:20 – 10:50           Kaffi

10:50 – 11:05           The chemical composition of the annual winter precipitation on the Vatnajökull glacier affected by the 2014/2015 Bárðarbunga eruption, Iceland

Iwona Galeczka

11:05 – 11:20           Hvað olli hlaupinu frá Hamarskatlinum æi vestur Vatnajökli í júlí, 2011?

Eyjólfur Magnússon

11:20 – 11:35           The Jan Mayen microcontinent (JMMC) evolution and link to the formation of the Greenland-Iceland-Faroe ridge complex

Anett Blischke

11:35 – 11:50           Jarðfræðikort af landgrunninu

Árni Hjartarson

11:50 – 12:05           Aldurslíkan byggt á hraða landlyftingar og hallabreytinga fornra strandlína

Hreggviður Norðdahl

12:05 – 13:00           Hádegishlé

13:00 – 13:15           The world’s earliest Aral Sea distaster 1800 years before present

Steffen Mischke

13:15 – 13:30           Ground deformation in the Northern Volcanic Zone of Iceland on Krafla and Bjarnarflag area, 1993-2015

Vincent Drouin

13:30 – 13:45           Mælingar á radoni í heitu og köldu vatni

Finnbogi Óskarsson

13:45 – 14:00           Mantle CO2 degassing through the Icelandic crust evidenced from carbon isotopes in groundwater

Andri Stefánsson

14:00 – 14:15           Jarðvárkort af landgrunni Íslands

Ögmundur Erlendsson

14:15 – 14:30           Umhverfisáhrif Bárðarbungugossins 2014-2015

Sigurður Reynir Gíslason

14:30 – 15:00  Kaffi og veggspjald

15:00 – 15:15           Grunnvatnstengsl milli sprungusveima í norðaustur gosbeltinu í ljósi samsætumælinga á jarðhitavatni

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir

15:15 – 15:30           Subducted lithosphere controls halogen enrichments in the Iceland mantle plume source

Sæmundur Ari Halldórsson

15:30 – 15:45           Framrásir jökuls í Melasveit á síðjökultíma samkvæmt rannsóknum á aflögun setlaga

Þorbjörg Sigfúsdóttir

15:45 – 16:00           Áhrif eldossins í Bárðarbungu 2014-2015 á styrk og framburð leystra efna í Fellsá í Fljótsdal

Eydís Salóme Eiríksdóttir

16:00 – 16:15           Draumlínur og landslag undir Múlajökli

Ívar Örn Benediktsson

16:15 –           Móttaka í boði Jarðfræðafélags Íslands

 

Veggspjald:

Airborne dust from source to city

Throstur Thorsteinsson, Thomas Mockford, Joanna Bullard and Sibylle von Löwis of Menar

Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 2016

Kæru félagar,

Vorráðstefna Jarðfræðafélagsins verður haldin 8. apríl næstkomandi í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, föstudaginn 8. apríl, frá kl 09:00 til 17:00, en skráning verður frá klukkan 8:30. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og tilkynningu um þátttöku. Eins og áður er Vorráðstefna Jarðfræðafélagsins opin fyrir alls kyns erindum, enda er hún ekki þematengd.

Stúdentar við HÍ eru hvattir eru til að mæta, þeir þurfa ekki að greiða þátttökugjald en nauðsynlegt er þó að þeir skrái sig. Þeim er boðið upp á kaffi í hléum en hádegisverður er ekki innifalinn fyrir stúdenta, hann býðst þó gegn vægu gjaldi, 1000 kr, og eru nemendur beðnir að taka það fram hvort þeir vilja vera í hádegismat þegar þeir skrá sig.

Skráning á ráðstefnuna sendist á Lúðvík E. Gústafsson og Sigurlaugu Maríu Hreinsdóttur: (ludvik.e.gustafsson@samband.is og sillamaj@gmail.com)

Hér með er auglýst eftir ágripum erinda og veggspjalda, þeir sem eru áhugasamir um að halda erindi á þessari ráðstefnu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem að tími er takmarkaður. Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15-20 mín.

Skilafrestur ágripa er miðvikudagurinn 30. mars klukkan 12:00. Dagskrá verður auglýst mánudaginn 4. apríl og hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna fram til miðvikudagsins 6. apríl.

Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að senda og flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi til Lúðvíks E. Gústafssonar og Sigurlaugar Maríu Hreinsdóttur (ludvik.e.gustafsson@samband.is og sillamaj@gmail.com). Aðeins er tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og eru skil ígildi skráningar.

Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í JFÍ.

Þátttökugjald er 11.000 kr. fyrir félagsmenn, 13.000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Áréttuð er samþykkt aðalfundar JFÍ sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endurgjalds, en þeir greiði fyrir annað sem tengist ráðstefnunni. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Léttur hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi og eru þátttakendur beðnir um að taka fram við skráningu hvort þeir verði í mat.

Dagskrá Haustráðstefnu JFÍ, 20. nóvember 2015

08:30 – 09:00 Skráning

Fundarstjóri   Esther Ruth Guðmundsdóttir

09:00 – 09:05 Setning

Sigurlaug María Hreinsdóttir

09:05 – 09:20 Fororð

Magnús Tumi Guðmundsson

09:20 – 09:35 Einn dagur í varma- og seltubúskapi Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi

Jón Ólafsson

09:35 – 09:50 Áhrif sjávar á uppleyst súrefni og koltvíoxíð í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi

Sindri Snær Jónsson

09:50 – 10:05 Skaftárhlaup um mánaðamótin september/október 2015

Tómas Jóhannesson

10:05 – 10:20 Skaftá, áhrif hennar í byggð

Snorri Zóphóníasson

10:20 – 10:45 Kaffi

10:45 – 11:00 Sjálfvirk veðurstöð á Mýrdalsjökli sumarið 2015

Guðfinna Aðalgeirsdóttir

11:00 – 11:15 Gjóskuframleiðni og kvikukerfi Kötlu

Bergrún Arna Óladóttir

11:15 – 11:30 Continuing the legacy of George Walker: The Neogene Breiðdalur Volcano, East Iceland

Robert Askew

11:30 – 11:45 Eldstöðvakerfi undir vestanverðum Vatnajökli skilgreind með samsætumælingum jökulskerja, gjósku og hrauna

Olgeir Sigmarsson

11:45 – 12:00 Tíu þúsund ára saga eldvirkni skráð í setlög Lagarins

Esther Ruth Guðmundsdóttir

12:00 – 12:50 Matur

 Fundarstjóri   Þorsteinn Sæmundsson

12:50 – 13:05 Myndun og aldur Arnarfellsmúla við Múlajökul

Ívar Örn Benediktsson

13:05 – 13:20 Umbrotahrinur í lok ísaldar lesnar úr misgengjum í lausum jarðlögum á landgrunni Norðurlands

Bryndís Brandsdóttir

13:20 – 13:35 Botngerð og laus jarðlög á landgrunni Íslands

Ögmundur Erlendsson

13:35 – 13:50 14C aldursgreiningar á jurtaleifum frá Breiðamerkur- og Skeiðarársandi varpa ljósi á umhverfisbreytingar á Nútíma

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir

13:50 – 14:05 Landris og fornar strandlínur sem tímamælar –  dæmi úr Fnjóskadal og Eyjafirði

Hreggviður Norðdahl

14:05 – 14:20           Myndun jökulalda og jöklunarsaga Fláajökuls á nútíma

Sverrir Aðalsteinn Jónsson

14:20 – 14:45  Kaffi og veggspjald

14:45 – 15:00 Jöklun á landgrunninu

Árni Hjartarson

15:00 – 15:15           Aurkeilur jökulhlaupa

Oddur Sigurðsson

15:15 – 15:30  Breytingar á Breiðamerkurjökli frá lokum 19. aldar, í ljós gamalla mynda

Snævarr Guðmundsson

15:30 – 15:45           The subglacial topography of Drangajökull ice cap, surface and volume evolution on 1946-2014

Eyjólfur Magnússon

15:45 – 16:00  Skriður á jökla á Íslandi. Orsakavaldar og afleiðingar

Þorsteinn Sæmundsson

16:00 – 16:15  Greinargerð um könnun á legu útfalla og farvega fallvatna frá Síðujökli og stöðugleika þeirra þegar jökullinn hörfar

Finnur Pálsson

16:15 – 16:30  Afkomumælingar á Hofsjökli 1988-2015

Þorsteinn Þorsteinsson

16:30 –             Móttaka í boði Jarðfræðafélags Íslands

  

Veggspjald:

 

 • Laus jarðlög í Vatnajökli: gjóska, gjóskulög og þróun kvikukerfis Grímsvatna

Olgeir Sigmarsson, Marion Carpentier, Guðrún Larsen og Magnús Tumi Guðmundsson

 

 

 

 

 

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 2015

Kæru félagar,

haustráðstefnan verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni, borgartúni 6, föstudaginn 20. nóvember og í ár verður þema hennar eftirfarandi:

Jöklar og laus jarðlög.
Á ráðstefnunni verða Guðrún Larsen, Kjartan Thors og Oddur Sigurðsson, heiðruð sérstaklega fyrir framlög sín til íslenskra jarðfræðirannsókna.

Skráning á ráðstefnuna sendist á Sylvíu Rakel Guðjónsdóttur (sylvia.rakel.gudjonsdottir@isor.is).

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu frá kl 09:00 til 17:00, en skráning verður frá klukkan 8:30. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og tilkynningu um þátttöku

Skilafrestur ágripa er miðvikudagurinn 11. nóvember klukkan 12:00. Dagskrá verður auglýst mánudaginn 16. nóvember og hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna fram til miðvikudagsins 18. nóvember.

Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili.

Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Ágrip skulu vera á íslensku séu höfundar íslenskir, en útlendingum er heimilt að skila ágripi á ensku. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi til Sylvíu Rakel Guðjónsdóttur (sylvia.rakel.gudjonsdottir@isor.is). Aðeins er tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og eru skil ágrips ígildi skráningar. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í JFÍ.
Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15-20 mín.

Þátttökugjald er 11.000 kr. fyrir félagsmenn, 13.000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endurgjalds, en þeir greiði fyrir annað sem tengist ráðstefnunni. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi og eru þátttakendur beðnir um að taka fram við skráningu hvort þeir verði í mat.

32nd Nordic Geological Winter Meeting in Helsinki, 2016

The meeting will take place on the Kumpula Campus of the University of Helsinki, from 13th to 15th of January, 2016.

The meeting is organised by University of Helsinki, in cooperation with Geological Society of Finland (SGS).

All information about the conference will be updated here on the conference website.

Sincerely,

Juha Karhu
Head of the organisation
committee
Annakaisa Korja
President of the SGS

Important dates:

 • Online registration
 • Abstract deadline:1 October 2015
 • Early registration deadline:1 November 2015
 • Abstract approval and guidelines for presenters:15 November 2015

See the full programme for the available symposia and sessions.

For further information: http://www.geologinenseura.fi/winter_meeting/index.php