Haustferð félagsins verður farin laugardaginn 2. október og verður þema dagsins eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess. Lagt verður af stað frá BSÍ klukkan 8:00 og fyrirhuguð heimkoma er klukkan 18:00.
Sérfræðingar bæði úr Háskóla Íslands og af Veðurstofunni sem unnið hafa að ýmsum rannsóknum tengdum gosinu munu greina frá rannsóknum sínum. Gert er ráð fyrir að skoða Þorvaldseyri, Gígjökul, Markarfljót, Steinholtsjökul og jafnvel fleiri staði.
Eins og ávalt er rútuferðin í boði JFÍ en þátttakendur sjá sér fyrir nesti. Munið að klæða ykkur eftir veðri, en stefnt er að því að ganga svolítið við Steinholtsjökul (1-2 tímar).
Félagsmenn eru hvattir til að taka börn og maka með. Þátttaka tilkynnist á steini@nnv.is síðasta lagi miðvikudaginn 29. september.