26. mars 2010

í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands

Árleg vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin föstudaginn 26. mars 2010 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðalfundur JFÍ verður haldinn í hádegishléi og verða aðalfundargögn send félagsmönnum fyrir fundinn.

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, frá kl 09:00 til 17:00.

Áréttað er að þátttakendur verða að skrá sig á ráðstefnuna, því fyrirhugað er að gefa út ágripahefti og til að tryggja að nægilega mörg eintök verði prentuð þá þurfum við að vita fjölda þátttakenda. Lokafrestur skráningar, ef menn vilja tryggja sér ágripahefti, er þriðjudagurinn 23 . mars klukkan 12:00.