Haustráðstefna 21. nóvember 2025 kl. 09:00 - 17:10

 

Dagskrá, pdf skjal: Dagskrá haustráðstefnu JFÍ og JÖRFÍ 2025  (sjá einnig dagskrá neðarlega á þessari síðu)

Ágripahefti, pdf skjal: Haustráðstefna JFI 2025 Ágripahefti

Jarðfræðafélag Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands halda sameiginlega haustráðstefnu föstudaginn 21. nóvember í Öskju Náttúrufræðahúsi. Í ár, á alþjóðaári jökla (https://www.un-glaciers.org/en), beina Sameinuðu þjóðirnar kastljósinu að jöklum á hverfandi hveli. Alþjóðaárið hefur verið nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss og því verður þema ráðstefnunar að þessu sinni jöklar í öllu sínu veldi.

Ráðstefnan hefst kl. 8:30 á skráningu og kl. 09:00 hefst setning og fræðileg erindi (athugið þátttökugjald). Síðasti hluti ráðstefnunnar, frá 14:50, verður öllum opin að kostnaðarlausu. Dagskráin er tileinkuð Oddi Sigurðssyni, sem hlaut á dögunum Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Oddur hefur helgað líf sitt rannsóknum á íslenskum jöklum og uppfræðslu almennings á þeim miklu jöklabreytingum sem hlýnandi loftslag veldur.
Oddur mun flytja erindi um helstu viðfangsefni sem hann hefur sinnt á sinni starfsævi, fyrst hjá Vatnamælingum Orkustofnunar og síðar á Veðurstofu Íslands. Einnig gefst áhugasömum kostur á að hlýða á önnur erindi um stöðu jökla á Íslandi. Jöklarannsóknafélag Íslands býður þátttakendum til móttöku að loknum erindum.
Þátttökugjald fyrir heilsdags ráðstefnuna er 5000 kr og hádegismatur kostar 1500 kr. Ellilífeyrisþegar og nemendur þurfa ekki að greiða fyrir ráðstefnuna en þeir þurfa þó að greiða fyrir hádegismat. 
Tími forskráningar er útrunninn en hægt verður að skrá sig á staðnum. 

 

 Dagskrá haustráðstefnu JFÍ og JÖRFÍ, 21. nóvember 2025 

08:30 – 09:00 Skráning 

Setustjóri: Bjarni Gautason 

09:00 – 09:05 Setning 

Þorsteinn Sæmundsson 

09:05 – 09:15 Ávarp 

Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands 

09:15 – 09:30 Vatnshringrás andrúmsloftsins í hlýnandi loftslagi 

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 

09:30 – 09:45 Jökulhlaupin í Leirá og Skálm 2024 og 2025: Ástæður og atburðarás túlkaðar út frá íssjármælingum og hæðarbreytingum jökulyfirborðs 

Eyjólfur Magnússon 

09:45 – 10:00 Energy-balance modeling of glacier mass balance in Iceland 

Tarek Zaqout 

10:00 – 10:15 Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi 

Guðfinna Aðalgeirsdóttir 

10:15 – 10:45 Morgunkaffi 

Setustjóri: Nína Aradóttir 

10:45 11:00 The unseen surges of Icelandic glaciers: multiple surges-events preserved with in the Blautukvíslarjökull glacial landsystem 

Wesley Farnsworth 

11:00 – 11:15 Gljúfurárjökull í Skíðadal, mælingar í 86 ár 

Árni Hjartarson 

11:15– 11:30 Seasonal Ground Deformation at Subglacial Katla Volcano, Iceland: Observations and Models 

Catherine O’Hara 

11:30 – 12:00 Volcanism in the Extreme Environment of the Moon 

Lionel Wilson 

12:00 – 13:00 Hádegismatur 

Setustjóri: Eyjólfur Magnússon 

13:00 – 13:15 Orsakir óvæntra jökulhlaupa frá Mýrdalsjökli 

Magnús Tumi Guðmundsson 

13:15 – 13:30 Jökulhörfun á Norðausturlandi – frá Vopnafirði til Vatnajökuls 

Ívar Örn Benediktsson 

13:30 – 13:45 Dynamic Glacio-Isostatic Adjustment in Iceland and insights from the ISVOLC project 

Halldór Geirsson 

13:45 – 14:00 Jöklabreytingar við Esjufjöll. Fossadalslón, jökulhlaup og jarðhitasvæði 

Jón Viðar Sigurðsson 

14:00 – 14:15 Simulating jökulhlaups from the Bárðarbunga volcanic system 

Jón Elvar Wallevik 

14:15 – 14:30 Modelling of ice-surface depressions formed by emptying of small water bodies at the base of a glacier 

Tómas Jóhannesson 

14:30 – 14:50 Síðdegiskaffi 

Setustjóri: Finnur Pálsson 

14:50 – 15:05 Afkoma jökla á Íslandi 

Andri Gunnarsson 

15:05 – 15:20 Framhlaup í Dyngjujökli 

Eyjólfur Magnússon 

15:20 – 15:35 Jökulhlaup úr Hafrafellslóni sumarið 2025 

Bergur Einarsson 

15:35 – 15:50 Skyndiflóð úr jökullónum vegna skriðufalla. Hver er staðan á Íslandi? 

Þorsteinn Sæmundsson 

15:50 – 16:05 Fræðsla og jöklar í Náttúruverndarstofnun 

Nína Aradóttir 

16:05 – 16:20 Hlé 

16:20 – 16:25 Oddur Sigurðsson 

Tómas Jóhannesson 

16:25 – 16:55 Gengið á vit jökla 

Oddur Sigurðsson 

16:55 – 17:10 Sporðamælingar í 95 ár 

Hrafnhildur Hannesdóttir 

17:10 Lokaorð 

Andri Gunnarsson 

Léttar veitingar