Þann 4 október næstkomandi mun Jarðfræðafélag Íslands ásamt samstarfsaðilum standa fyrir árlegri haustráðstefnu félagsins. Líkt og undanfarin ár þá eru þessar ráðstefnur þematengdar og að þessu sinni verður ráðstefnan tileinkuð rannsóknum á hafsvæðinu í kringum Ísland og landgrunninu. Slíkar rannsóknir eru unnar á mörgum stöðum og stofnunum og hefur því félagið leitað til ólíkra stofnan um samstarf.

Gert er ráð fyrir heils dags ráðstefnu frá kl 9 til 17 og verður ráðstefnugestum boðið til móttöku að henni lokinni. Á ráðstefnuna  hefur David Sandwell, prófessor í jarðeðlisfræði við Scripps Institution of Oceanography UC San Diego verið boðið og mun hann halda fyrirlestur um störf sín á hafsbotnsrannsóknum. Hann er einn af fremstu vísindamönnum samtímas í slíkum rannsóknum.

Auk þess mun Lilja Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri og sjávarjarðfræðingur frá Norsku jarðfræðistofnuninni kynna MAREANO verkefnið og mikilvægi hafsbotnskortlagningar, en hún tengir neðansjávarlandslag, botnssetsamsetningu, líffræðilegan fjölbreytileika, búsvæði og lífríki, auðlindum, og mengun á hafsbotni. MAREANO er leiðandi í uppbyggingu á samstafs- og kortlagningakerfi á Norðuratlantshafsvæðinu. Hún mun halda fyrirlesturinn í gegnum ZOOM.

Ráðstefnan mun fara fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og opnar skráning kl 8:30. Öllum er frjálst að senda inn ágrip af erindi eða veggspjaldi svo lengi sem að umfjöllunarefnið tengist þema ráðstefnunnar.

Nemendur á háskólastigi eru hvattir til að mæta, þeir þurfa ekki að greiða þátttökugjald en nauðsynlegt er þó að þeir skrái sig. Þeim er boðið upp á kaffi í hléum en hádegisverður er ekki innifalinn fyrir nemendur, hann býðst þó gegn vægu gjaldi, 1500 kr, og eru nemendur beðnir að taka það fram hvort þeir vilja vera í hádegismat þegar þeir skrá sig.

Áréttuð er samþykkt aðalfundar JFÍ sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endurgjalds, en þeir greiði fyrir hádegisverð, 1500 kr, þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Þetta gildir einnig fyrir utanfélagsmenn sem náð hafa þessum áfanga.

Vinsamlega skráið ykkur með því að fara á þessa vefslóð https://forms.gle/8NQNi8vwkfpsUoTB6

Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir bæði félagsmenn og utanfélagsmenn.

Hér með er auglýst eftir ágripum erinda og veggspjalda. Skilafrestur ágripa er mánudagurinn 30. september, en þau ykkar sem eruð áhugasöm um að halda erindi eða kynna veggspjald á þessari ráðstefnu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við okkur sem allra fyrst (steinis@hi.is). Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín. Veggspjöld mega vera í A0 eða A1 stærð, annað hvort portrait eða landslag.

Dagskrá verður auglýst þriðjudaginn 1. október og hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna fram til miðvikudagsins 2. október.

Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er að þessu sinni enska. Ágrip sendist á Word-formi til Þorsteins Sæmundssonar (steinis@hi.is). Aðeins er tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og hafa skráð sig.

Fyrir hönd undirbúningsnefndar

Þorsteinn Sæmundsson, Angel Ruiz-Angulo og Anett Blischke


Autumn conference JFÍ 2024

On October 4th, the Geoscience Society of Iceland, together with other partners, will host the society’s annual autumn conference. As in previous years we select a theme for these conferences, and this time the conference will be dedicated to research in the sea and coastal areas around Iceland and the continental shelf. Such research is carried out in many institutions, and therefore the conference will be held in collaboration with several partners.

We aim at a full-day conference, from 9 am to 5 pm, and conference guests will be invited to a reception after the lectures. David Sandwell, professor of geophysics at the Scripps Institution of Oceanography UC San Diego, has been invited to the conference as a guest lecturer and will give a talk about his work on seafloor research. He is one of the leading scientists in this kind of research today.

In addition, Lilja Rún Bjarnadóttir, project manager and marine geologist from the Norwegian Geological Survey, will present the MAREANO project via ZOOM about the importance of seabed mapping, which connects underwater landscapes, bottom sediment composition, biodiversity, habitats and ecosystems, resources, and seabed pollution. MAREANO is a leader in the development of a correspondence and mapping system in the North Atlantic Ocean.

The conference will take place in Askja at the University of Iceland and registration opens at 8:30 am. Everyone is free to submit an abstract for a talk or poster as long as the topic is related to the offshore theme of the conference.

University students are encouraged to attend. There is no participation fee for students, but registration is required. Coffee will be provided during breaks, but lunch is not included, but is available for a small fee of ISK 1500 and should be selected as an option during registration.

The JFÍ general meeting approved the participation for retired members and non-members at the conference free of charge, but are requested to pay for lunch, ISK 1500. They are of course offered coffee during the breaks. Registration is also required.

Here is the registration for the conference

https://forms.gle/8NQNi8vwkfpsUoTB6

The participation fee is ISK 15,000 for everyone, both members and non-members.

Abstracts of talks and posters are hereby advertised. The abstract submission deadline is Monday, September 30th, but those of you who are interested in giving a talk or presenting a poster at this conference are kindly asked to contact us as soon as possible (steinis@hi.is). Presentations that include questions are set to 15 minutes. Posters may be of A0 or A1 size, both landscape and portrait format.

The program will be announced on Tuesday, October 1st, and registration is open until Wednesday, October 2nd.

Abstracts may be a maximum of 2 pages. with pictures. The title of the paper will be in bold 16 pt. Arial (Helvetica), authors’ names in Arial 14. pt. and institutions in Arial 10 pt. The main text should be in Times New Roman, 12 pt. with single line spacing. Note that the abstract text is not proofread. Obvious errors will be corrected during layout and finishing of the abstract book, but otherwise the text of the abstracts and their presentation are the responsibility of the authors. The official language of the conference this time will be in English. Please send your abstract in Word format to Þorsteinn Sæmundsson (steinis@hi.is). We only accept abstracts from those who are participants in the conference and have registered.

On behalf of the organizing committee

Thorsteinn Sæmundsson, Angel Ruiz-Angulo and Anett Blischke