Sæl verið þið kæru félagsmenn
Þann 16 maí næstkomandi munum við halda aðalfund félagsins í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 3 hæð.
Dagskrá hefst klukkan 16 með hefðbundnum aðalfundarstörfum.
Eftir aðalfundinn verður kaffipása og síðan mun Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur og jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni EFLU halda fyrirlestur sem hann nefnir: „Að hemja hraunið-eldgos og varnaraðgerðir á Reykjanesi“.
Að loknu erindinu verður boðið upp á léttar veitingar.
Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hér svo hægt verði að áætla magn veitinga.