Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Kæru félagar

Ákveðið hefur verið að fresta Haustráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands til föstudagsins 19. janúar 2024

Allir þeir sem hafa skráð sig á ráðstefnu og skilað inn ágripi þurfa ekki að gera það aftur, en þau ykkar sem ekki sá sér fært að mæta viljum við biðja um að láta okkur vita.

Að þessu sinni er ráðstefnan tileinkuð minningu Leós Kristjánssonar, en hann hefði orðið 80 ára á árinu. Boðið verður upp á þrjá fyrirlestra tileinkaða ævistarfi hans.

Þema ráðstefnunnar er Berggrunnur Íslands og jarðsaga.

Gert er ráð fyrir að um heilsdags ráðstefnu verði að ræða. Félagsmenn eru hvattir til að taka daginn frá og huga að ágripum fyrirlestra og/eða veggspjalda.

Skilafrestur ágripa er föstudagurinn 12 janúar og skulu þau sendast á netfangið steinis@hi.is

Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að senda og flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi á (steinis@hi.is).

Líkt og áður er eldri borgurum boðið án endurgjalds á haustráðstefnur félagsins, en þeir greiði fyrir hádegisverð, 1500 kr. Að þessu sinn er nemendum einnig boðið á ráðstefnuna, þeir þurfa ekki að greiða þátttökugjald en nauðsynlegt er þó að þeir skrái sig og er þeim boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er hins vegar ekki innifalinn fyrir nemendur, hann býðst þó gegn vægu gjaldi, 1500 kr, og eru nemendur beðnir að taka það fram hvort þeir vilja vera í hádegismat þegar þeir skrá sig. Aðrir félagar þurfa að greiða 15.000 kr ráðstefnugjald og utanfélagsmenn 18.000 kr.

Skráning á ráðstefnuna er á heimasíðu félagsins

https://docs.google.com/forms/d/1hyYvPHUuFleGJ_ZAbxUlmv29Oq7Tr3snSIrFQrLSThs/edit

Dear members

The Autumn conference of the Geological Society of Iceland has been postponed to Friday 19th of January 2024.

Those of you who have submitted an abstract or registered do not need to do so again, but please let us know if for any reason you are unable to attend in January.

This year’s conference is dedicated to the late Leó Kristjánsson, but he would have turned 80 years old this year. Three overview lectures will be given at the conference about him and his work.

The theme of the conference is The Icelandic bedrock and geological history of Iceland.

We aim to have a whole-day conference. Members of the society are encouraged to reserve the day and begin to think about abstract for talks and/or posters.

Deadline for abstract submission is 12th of January and should be send to steinis@hi.is

The abstract should be max. two pages and in Word format. The title of the abstract should be bold 16 pt. Arial (Helvetica), authors names in Arial 14. pt., institutes in Arial 10 pt. and main text in Times New Roman, 12 pt. with single spacing.

As usual the Autmn conference is free of charge for pensioners and now also for students, but for other members the conference fee is 15.000 kr. and for non-members the fee is 18.000 kr.

Students at the University are encouraged to participate in the conference. They do not need to pay any conference fee, but if they would like to have lunch, they need to pay 1500 kr.

Registration for the conference can be found on

https://docs.google.com/forms/d/1hyYvPHUuFleGJ_ZAbxUlmv29Oq7Tr3snSIrFQrLSThs/edit