Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Vorráðstefnan þetta árið verður haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, stofu 132.

Smellið hér til að skrá ykkur á ráðstefnuna

Registration

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, föstudaginn 13. mars, frá kl 09:00 til 17:00, en skráning verður frá klukkan 8:30. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og tilkynningu um þátttöku. Eins og áður er Vorráðstefna Jarðfræðafélagsins opin fyrir alls kyns erindum, enda er hún ekki þematengd. Þátttökugjald er 11.000 kr. fyrir félagsmenn, 13.000 kr. fyrir utanfélagsmenn.

Stúdentar við HÍ eru hvattir til að mæta, þeir þurfa ekki að greiða þátttökugjald en nauðsynlegt er þó að þeir skrái sig. Þeim er boðið upp á kaffi í hléum en hádegisverður er ekki innifalinn fyrir stúdenta, hann býðst þó gegn vægu gjaldi, 1000 kr, og eru nemendur beðnir að taka það fram hvort þeir vilja vera í hádegismat þegar þeir skrá sig.

Áréttuð er samþykkt aðalfundar JFÍ sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endurgjalds, en þeir greiði fyrir hádegisverð, 1000 kr, þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum.

Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.jfi.is og ágrip erinda/veggspjalda þar að auki á Halldór Geirsson (hgeirs@hi.is)

Hér með er auglýst eftir ágripum erinda og veggspjalda. Þeir sem eru áhugasamir um að halda erindi á þessari ráðstefnu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem að tími er takmarkaður. Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín.

Skilafrestur ágripa er föstudagurinn 6. mars. Dagskrá verður auglýst í síðasta lagi þriðjudaginn 9. mars og hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna fram til miðvikudagsins 10. mars.