Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands verður haldin þann 15. nóvember 2019 kl. 9-17, í Víðgelmi, sal ÍSOR að Grensásvegi 9, Reykjavík.
Þema ráðstefnunnar í ár verður Náttúrvá í ljósi loftslagsbreytinga.
Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á náttúruna og líf okkar á jörðinni. Á ráðstefnunni verður fjallað um ýmis áhrif sem loftslagsbreytingar geta haft, eins og á eldvirkni, skriðuföll, sjávarstöðubreytingar, landris vegna hörfunar jökla, og súrnun hafsins.
Ráðstefnugjöld verða 11.000 kr.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Skráning á ráðstefnuna fer fram hér: https://forms.gle/qqUpBTADwt5y9omi7