Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Verður farin laugardaginn 8. október næstkomandi, Sigurður Garðar Kristinsson og Sæmundur Ari Halldórsson verða leiðsögumenn að þessu sinni.

Farið verðu frá Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands kl 8:30 og snúið aftur í bæinn um kl. 17:00.

Skráning sendist á Sigurlaugu, sillamaj@gmail.com, og rennur skráningarfrestur út að kvöldi 5. októbers.

JFÍ býður félagsmönnum í rútuna, en þeir sem hyggjast koma með taki með sér nesti og klæðist samkvæmt veðri.

Stutt ágrip frá leiðsögumönnum:

Húsafellseldstöðina er að finna innst í Hvítársíðu. Talið er að hún hafi myndast innan núverandi vestra rekbeltinu og að virkni hafi hafist á Keana skammsegulskeiðinu á Gauss fyrir u.þ.b. 2.9 M ára. Bergið innan eldstöðvarinnar tilheyris þóleiísku röðinni og spannar allt frá ólivín þóleiíti yfir í rhýólít. Virknin lauk snemma á Matuyama eða fyrir tæpum 2.4 M ára: þannig hefur eldstöðin verið virk í um 500 þús ár. Hraunlagastaflanum hallar 5-8° inn að miðju eldstöðvarinnar og verður sífellt eldri sem vestar dregur. Jökulrof er þó nokkuð og eru fyrstu ummerki jökla að finna í eldri jarðlögum undir eldstöðinni frá Mammoth skammsegulskeiðinu eða um 3.1 M ára. Jökulberg þetta er kennt við Giljafoss í efrihluta Reykholtsdals. Alls má finna ummerki sex jökulskeiða frá Giljafossi upp í efstu lög í Ásgili fyrir ofan þriðja súra fasann. Virkni Húsafellseldstöðvarinnar markast af þremur aðskildum súrum fösum þar sem gos þróaðra bertegunda  eru ráðandi.