Verður farin laugardaginn 8. október næstkomandi, Sigurður Garðar Kristinsson og Sæmundur Ari Halldórsson verða leiðsögumenn að þessu sinni.

Farið verðu frá Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands kl 8:30 og snúið aftur í bæinn um kl. 17:00.

Skráning sendist á Sigurlaugu, sillamaj@gmail.com, og rennur skráningarfrestur út að kvöldi 5. októbers.

JFÍ býður félagsmönnum í rútuna, en þeir sem hyggjast koma með taki með sér nesti og klæðist samkvæmt veðri.

Stutt ágrip frá leiðsögumönnum:

Húsafellseldstöðina er að finna innst í Hvítársíðu. Talið er að hún hafi myndast innan núverandi vestra rekbeltinu og að virkni hafi hafist á Keana skammsegulskeiðinu á Gauss fyrir u.þ.b. 2.9 M ára. Bergið innan eldstöðvarinnar tilheyris þóleiísku röðinni og spannar allt frá ólivín þóleiíti yfir í rhýólít. Virknin lauk snemma á Matuyama eða fyrir tæpum 2.4 M ára: þannig hefur eldstöðin verið virk í um 500 þús ár. Hraunlagastaflanum hallar 5-8° inn að miðju eldstöðvarinnar og verður sífellt eldri sem vestar dregur. Jökulrof er þó nokkuð og eru fyrstu ummerki jökla að finna í eldri jarðlögum undir eldstöðinni frá Mammoth skammsegulskeiðinu eða um 3.1 M ára. Jökulberg þetta er kennt við Giljafoss í efrihluta Reykholtsdals. Alls má finna ummerki sex jökulskeiða frá Giljafossi upp í efstu lög í Ásgili fyrir ofan þriðja súra fasann. Virkni Húsafellseldstöðvarinnar markast af þremur aðskildum súrum fösum þar sem gos þróaðra bertegunda  eru ráðandi.