Vorferð félagsins verður farin 14. maí, uppstigningardag og er ferðinni heitið ofan í Þríhnúkagíg að þessu sinni.
Félagsmenn fá ferðina ofan í gíginn á 12.000 krónur og greiðir félagið fyrir rútu sem mun fara frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans kl. 9:00 og er áætluð heimkoma um kl. 16:00.
Stærð hópsins takmarkast við 25 manns, því gildir lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær.
Við komuna upp í Bláfjöll fáum við fyrirlestur um tilurð og framtíð svæðisins. Fimm manns fara niður í hverju holli og fær hver hópur um 45 mínútur niðri í gígnum. Þeim sem uppi bíða mun ekki leiðast.
Þeir sem vilja koma með eru vinsamlega beðnir um að hafa samband fyrir 29. apríl næstkomandi.