Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Kæru félagar,

við viljum byrja á að þakka þeim sem sendu inn erindi og póstera en vegna dræmrar þátttöku getur stjórn JFÍ ekki haldið árlega Vorráðstefnu sem er boðleg félagsmönnum.
Það hefur oft reynst erfitt að trekkja að á Vorráðstefnu og stjórnin vill því varpa fram hugmyndum um breytta starfsemi félagsins.
Hugmyndir eru uppi um að sameina Vor- og Haustráðstefnu í eina veglega ráðstefnu. Í stað Vorráðstefnu komi nokkrir stuttir kvöldfyrirlestrar þar sem félagsmenn hittast, auka visku sína og ræða málin.
Stjórnin hvetur félagsmenn til að ræða framtíð félagsins og við minnum á aðalfund sem verður auglýstur bráðlega. Þar verður kjörinn vettvangur til að glöggva sig á stöðu mála, ræða mögulegar breytingar á starfssemi félagsins og hafa áhrif.

Með kærri kveðju,

f.h. stjórnar
Sigurlaug María Hreinsdóttir