Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Kæri félagi

Haustferð félagsins verður farin laugardaginn 12. október næstkomandi. Farið verður á Reykjanesið þar sem hinir ýmsu staðir verða skoðaðir undir leiðsögn Hauks Jóhannessonar auk þess sem komið verður við í Reykjanesvirkjun seinni partinn.
Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands klukkan 9:00 og komið heim um klukkan 18:00.
JFÍ greiðir fyrir rútuna en þátttakendur sjá sjálfir um nesti. Félagsmönnum er frjálst að taka með sér gesti og eru þeir beðnir um að senda skráningu til Sigurlaugar Maríu Hreinsdóttur (sillamaj@gmail.com) í síðasta lagi á miðvikudaginn 9. október. Kl 15:00.
Þátttakendum er bent á að klæða sig eftir veðri og taka með sér góða skapið.