Kæri félagi
Við viljum minna þig á vorferð félagsins sem verður næstkomandi laugardag 20. apríl. Ferðinni er heitið í Hvalfjörðinn þar sem Hvalfjarðarmegineldstöðin verður skoðuð undir leiðsögn Kristjáns Sæmundssonar og Sigurðar Garðars Kristinssonar. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands klukkan 9:30 og komið heim á skikkanlegum tíma, sem er um 17:00. JFÍ greiðir fyrir rútuna en þátttakendur sjá sjálfir um nesti. Félagsmönnum er frjálst að taka með sér gesti og skráning sendist til Sigurlaugar (sillamaj@gmail.com) í síðasta lagi á fimmtudag 18. apríl. Þátttakendum er bent á að klæða sig eftir veðri og taka góða skapið með sér.
Við viljum einnig minna á áður auglýstan aðalfund félagsins sem fer fram mánudaginn 22. apríl klukkan 19:30 í Öskju.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
Kl 19:30 – 20:30
Aðalfundur JFÍ
1. Ársskýrsla 2012
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 2012
3. Kosning stjórnar Jarðfræðafélags Íslands
4. Kosið um þrjá endurskoðendur reikninga (aðal- og varamenn)
5. Önnur mál
Kaffi og konfekt
20:30 – 21:30
Fyrirlestur Dr. Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings við Háskóla Íslands.
Fjölgeislamælingar, jarðsjár, kjarnar og korn?
Ný tæki á Jarðvísindastofnun og möguleikar sem þau bjóða uppá í rannsóknum á jarðfræði Íslands.
Ármann Höskuldsson mun fjalla um nýjan tækjabúnað Jarðvísindastofnunar og rannsóknarmöguleika sem skapast hafa með tilkomu hans. Ármann mun einnig greina frá niðurstöðum verkefna sem unnin hafa verið með þessum tækjabúnaði. Einnig verður hluti búnaðarins til sýnis.
Spjall og léttar veitingar