Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Ágætu kollegar

Surtseyjarfélagið ásamt fleiri aðilum standa að 50 ára afmælis- og vísindaráðstefnu Surtseyjar í Reykjavík dagana 12. – 15. ágúst
2013. Um verður að ræða opna, alþjóðlega ráðstefnu. Undirbúningur er vel á veg kominn og hefur 2. kynningarbréf (2nd Circular) verið sent út. Opnað var fyrir skráningu á ráðstefnuna þann 15. febrúar og mun forskráning á afsláttargjaldi standa til 1.5 apríl. Síðustu forvöð til að senda inn útdrátt (Abstract) er 1.
maí. Allar upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast í gegnum heimasíðu Surtseyjarfélagsins (
www.surtsey.is) og í 2. kynningarbréfi (sjá viðhengi).

Þótt aðalefni ráðstefnunnar verði umfjöllun um eldfjallaeyjar þá verður sjónarhornið víðara og rúm fyrir rannsóknir er tengjast m.a. einangrun, þróun, landnámi og framvindu á landi, í hafi og vötnum. Við viljum eindregið hvetja ykkur til þátttöku í ráðstefnunni og að kynna þar rannsóknir ykkar í erindum eða á veggspjöldum. Í kjölfar ráðstefnunnar verða gefin út sérhefti með greinum frá henni. Boðið verður upp á að birta greinar í ritinu BioGeoSciences og Surtsey Research (sjá nánar í 2nd Circular).


Með bestu kveðjum,

f.h. undirbúningsnefndar
Lovísa Ásbjörnsdóttir