Vorráðstefna JFÍ 30. mars 2012
Hér með er auglýst eftir ágripum erinda og veggspjalda. Skilafrestur ágripa er fimmtudagurinn 15. mars. Taka skal fram hvort óskað er eftir erindi eða veggspjaldi. Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Ágrip skulu vera á íslensku séu höfundar íslenskir, en útlendingum er heimilt að skila ágripi á ensku. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi til Þorsteins Sæmundssonar (steini@nnv.is). Aðeins er tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og eru skil ágrips ígildi skráningar. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í JFÍ.
Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín. Veggspjöld verða fest á veggi og er miðað við að þau verði komin upp í Öskju kl. 08:45 og verði tekin niður kl. 19:00.
Þátttökugjald er 9.000 kr. fyrir félagsmenn, 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en framhaldsnemar, sem hvattir eru til þátttöku, greiða einungis 3.000 kr. fyrir mat og kaffi. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endur-gjalds, en þeir greiði fyrir annað sem tengist ráðstefnunni. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi og eru þátttakendur beðnir um að taka fram við skráningu hvort þeir verði í mat.