Í desember árið 2005 voru liðin 100 ár frá því að Helgi varð doktor í jarðfræði, fyrstur Íslendinga, og var honum af því tilefni reistur minnisvarði í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Helgi gerði sínar fyrstu meginuppgötvanir að Hellisholtum í Hrunamannahreppi og hefur nú verið komið þar fyrir upplýsingaskildi til minningar um það afrek. Jafnframt hefur honum verið reistur minnisvarði að Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en Helgi hafði jafnan aðsetur hjá frændfólki sínu þar þegar hann vann að rannsóknum á þessum slóðum.

Minnisvarðarnir verða afhjúpaðir sunnudaginn 22. ágúst n.k. Fyrst í Hlíð kl. 14.00 og í framhaldi að Hellisholtum. Að lokum verður boðið til kaffiveitinga á Flúðum.

Það er von okkar sem að verki þessu stöndum að sem flestir komi og fagni áfanganum með okkur.