Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Vinsamlegast athugið! Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er ráðstefnunni Leyndardómar Grænlandsjökuls – Vitnisburður ískjarna, setlaga og jökla um lofstlagsbreytingar og eldgosasögu, sem halda átti dagana 22.-24. apríl,  frestað fram í ágústlok.

Leyndardómar Grænlandsjökuls.

Vitnisburður ískjarna, setlaga og  jökla um loftslagsbreytingar og eldgosasögu.

Sigfús Johnsen eðlis- og jöklafræðingur við Hafnarháskóla er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga um þessar mundir. Hann hefur starfað að borunum og rannsóknum á ískjörnum úr Grænlandsjökli um 40 ára skeið og hafa þær skilað einstökum niðurstöðum um loftslagssögu Norðurhvels Jarðar sl. 125,000 ár. Sigfús verður sjötugur 27. apríl 2010 og af því tilefni verður haldin ráðstefna um loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð dagana 22.-24. apríl. Ráðstefnan er skipulögð í sameiningu af Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Veðurstofu Íslands og Dansk-íslenska félaginu.

Ráðstefnan verður tvískipt. Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, verður efnt til dagskrár á íslensku sem ætluð verður jafnt almenningi og fræðimönnum en dagana 23.-24. apríl verður alþjóðleg ráðstefna með þátttöku 50 erlendra vísindamanna. Sérstök áhersla verður á ískjarnarannsóknir og framlög Sigfúsar Johnsens til þeirra, en einnig verður fjallað um vitnisburð sjávarsets við Ísland og vatnasets á landi um veðurfarssögu. Ennfremur verða fluttir fyrirlestrar um eldgosasögu landsins, um sögu núverandi jökla á Íslandi, framtíðarspár um veðurfar og líklegar breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf á 21. öld.

Opin dagskrá 22. apríl kl. 13:30-17:00, Stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans

13:30-13:40        Setning

13:40-14:10        Sigfús Johnsen:  Ískjarnaboranir á Grænlandi og veðurfarssaga sl. 150,000 ára

14:10-14:40        Þorsteinn Þorsteinsson:  Punktar frá Grænlandsborunum

14:40-15:10        Jón Eiríksson:  Sjávarsetlög, hafstraumar og loftslag við Ísland á umliðnum öldum

Kaffihlé

15:30-16:00        Áslaug Geirsdóttir:  Vitnisburður vatnasets um veðurfar á Íslandi eftir ísöld

16:00-16:30        Karl Grönvold og Annette Mortensen:  Eldgosasaga Íslands rakin í ískjörnum úr Grænlandsjökli

16:30-17:00        Guðfinna Aðalgeirsdóttir:  Framtíð Grænlandsjökuls í hlýnandi loftslagi.

Alþjóðleg ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands 23.-24. apríl.

Ráðstefnan hefst kl. 9 að morgni 23.4. og stendur allan þann dag og fram til hádegis 24.4.

Helstu umfjöllunarefni:

1.  Sögulegt yfirlit um starf Sigfúsar Johnsens við ískjarnaboranir og rannsóknir.

2.  Staða þekkingar á veðurfarssveiflum sl. 150,000 ára.

3.  Sveiflur í styrk gróðurhúslofttegunda sl. 800,000 ár mældar á ískjörnum.

4.  Afkoma Grænlandsjökuls um þessar mundir.

5.  Saga eldgosa og jökla á Íslandi frá ísaldarlokum.

6.  Hlýnandi loftslag á N-Atlantshafssvæðinu og áhrif þess á jökla og hafstrauma.

Dagskrá alþjóðlegu ráðstefnunnar er kynnt nánar í meðfylgjandi Excel skjali.

Sjá nánari upplýsingar í viðburðadagatali á Háskólavefnum: www.hi.is