Orkugarði, Grensásvegi 9, föstudaginn 30. október
Ágætu félagar
Við viljum minna á ráðstefnuna “Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra”/”Earthquakes and pre-earthquake processes” sem haldin verður í Orkugarði, Grensásvegi 9, föstudaginn 30. október, en í ár eru liðin 100 ár frá því að fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Th. Rögnvaldssonar, jarðskjálftafræðings, sem lést í bílslysi fyrir 10 árum síðan. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og stendur til 17:55. Ráðstefnugjald er 5000 kr, sem greiðist með reiðufé við innganginn eða verður gjaldfært á viðkomandi stofnanir. Um kvöldið kl. 20 fara þeir sem vilja á Sjávarbarinn, þar sem boðið verður upp á sjávarréttahlaðborð. Dagskrá og ágrip má finna á slóðinni: http://en.vedur.is/earthquakes-and-volcanism/conferences/jsr-2009/ Ráðstefnutungumál verður enska. Á dagskránni eru 15 fyrirlestrar, auk opnunarerindis, og 17 veggspjöld. Núna á þessum seinustu og verstu krepputímum viljum við ekki prenta of mörg eintök af ráðstefnuheftinu. Því eru þeir sem ætla að mæta á ráðstefnuna, og vilja vera öryggir um að fá prentað eintak af ráðstefnuheftinu, vinsamlegast beðnir um að tilkynna sig á netfangið JSR-2009@vedur.is fyrir miðvikudagsmorgun, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Heftið verður einnig aðgengilegt á pdf-formi á vef ráðstefnunnar frá og með fimmtudeginum 29. október. Undirbúningsnefndin.