Í ár varð Sveinn P. Jakobsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sjötugur. Þótti þetta upplagt tilefni til að tileinka Sveini haustráðstefnu félagsins. Ráðstefnan verður haldin í sal OR að Bæjarhálsi þann 23. október. Fjöldi fyrirlesara mun halda erindi sem tengjast verkum Sveins, með einum eða öðrum hætti. Nánar verður greint frá ráðstefnunni í lok september en félagsmenn beðnir að taka daginn frá.