Þriðjudaginn 25. ágúst mun Dr. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur, kynna doktorsritgerð sína: „Holocene eruption history and magmatic evolution of the subglacial Vatnajökull volcanoes, Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll, Iceland“ (Gossaga og kvikuþróun á nútíma í eldstöðvum undir Vatnajökli – Grímsvötn, Bárðarbunga og Kverkfjöll).
Dr. Bergrún stundaði doktorsnám samhliða við Université Blaise Pascal í Clermont-Ferrand, Frakklandi, og Háskóla Íslands. Um er að ræða sameiginlega gráðu háskólanna beggja. Dr. Bergrún varði doktorsritgerð sína við háskólann í Clermont-Ferrand, 30. júní síðastliðinn.
Leiðbeinendur Dr. Bergrúnar voru Olgeir Sigmarsson, við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og við CNRS-Université Blaise Pascal og Guðrún Larsen, við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Sigurður Steinþórsson var umsjónarmaður fyrir hönd Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands með doktorsverkefninu.
Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn, 25. ágúst, kl. 15 í sal N-132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og fer fram á ensku.