Starfsemi JFÍ

Félagið var stofnað 16. mars 1966

Hlutverk félagsins er að efla íslenskar jarðfræðarannsóknir. Þessu hlutverki hyggst félagið gegna með því að:

a. Stuðla að kynningu íslenskra vísindamanna í hinum ýmsu greinum jarðfræða.
b. Efna til umræðufunda, er haldnir skulu a.m.k tvisvar á ári.
c. Stuðla að skipulagningu og samræmingu jarðfræðarannsókna á Íslandi.
d. Vera aðili að alþjóðasamtökum og alþjóðasamvinnu á sviðum þessara fræða.

(Úr 2. gr. laga félagsins)

Ráðstefnur

Jarðfræðafélagið stendur fyrir tveimur árlegum ráðstefnum sem eru opnar fyrir meðlimi jafnt sem áhugasama utanfélagsmenn. Þannig gefur félagið vísindamönnum og nemum tækifæri til að kynna nýjustu rannsóknir sínar og kynnast rannsóknum annarra.Vorfundir Jarðfræðafélagsins eru opnar þverfaglegar ráðstefnur, þar sem öll svið jarðvísinda eiga upp á pallborðið. Hvorutveggja fyrirlestrar og veggspjöld eru í boði.Haustfundir eru meira fókuseraðir á sérstök viðfangsefni, sem oft eru áberandi í rannsóknum og ákveður stjórnin viðfangsefnið hverju sinni. Fyrirlesurum er boðið sérstaklega til að fjalla um sérstök viðfangsefni og kynna nýjustu niðurstöður og eru veggspjöld um samskonar viðfangsefni frá öðrum einnig vel þegin. Tillögur um ákveðin viðfangsefni eru vel þegnar og má koma þeim á framfæri við stjórnina.

Ferðir

Jarðfræðafélag Íslands skipuleggur árlegar ferðir. Þáttaka er opin fyrir alla félagsmenn, fjölskyldur þeirra og vini.

Þessar ferðir gefa félagsmönnum tækifæri til að skoða jarðfræðilega áhugaverða staði undir leiðsögn sérfræðinga sem og að kynnast fólki sem starfar á mismunandi sviðum jarð- og jarðeðlisfræða.

Jarðsöguferð til Danmerkur og Svíþjóðar 2019